Rétti tíminn fyrir aukna velferð er núna Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 1. mars 2021 09:00 Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur skilað launafólki á hinum Norðurlöndunum mun hærri launum en almennt eru greidd hér á landi. Munurinn er breytilegur eftir starfsstéttum, en hleypur á bilinu 5-10% og upp í 35-40%. Sá agi sem líkanið byggir samningagerðina á, hefur stuðlað markvisst að aukinni kaupmáttaraukningu hjá launafólki og jöfnuði í tekjuskiptingu í meira hálfa öld. Vinnumarkaðslíkanið byggir á þeirri sameiginlegu sýn aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnmálaflokka hins vegar að ábyrg hagstjórn í almannaþágu, sterkt velferðarkerfi og skilvirkur vinnumarkaður skili launafólki mesta mögulega kaupmætti og velferð hverju sinni. Skoðum þetta aðeins nánar. Hvað standa þessar þrjár grunnstoðir í raun fyrir? Ábyrg hagstjórn í almannaþágu Með ábyrgri hagstjórn er fyrst og fremst verið að krefjast aga; að ríkisstjórn afgreiði fjárlög sem þjóna almennum hagsmunum og halda verðlagi stöðugu. Eða eins og einhver sagði eitt sinn - að koma í veg fyrir að sérhagsmunaöfl raði sér við kjötkatlana og stuðla að ríkisrekstri á heilbrigðum grunni. Sterkt velferðarkerfi Krafan um sterkt velferðarkerfi er önnur grunnstoð norræna vinnumarkaðslíkansins. Með nokkurri einföldum má segja að hún standi fyrir sátt um tiltekna verkaskiptingu á milli aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Með áherslunni á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og nærsamfélagsþjónustu fyrir alla, svo að dæmi séu tekin, er markvisst verið að stuðla að afar mikilvægum samfélagslegum jöfnuði. Norræna velferðarkerfið er þannig óaðskiljanlegur hluti norræna vinnumarkaðslíkansins. Skilvirkur vinnumarkaður Með kröfunni um skilvirkan vinnumarkað lýsa aðilar vinnumarkaðarins sameiginlegum skilningi á því að forsenda aukins kaupmáttar, stöðugs verðlags og öflugs velferðarkerfis er verðmætasköpun. Við þurfum að búa til þá peninga sem standa straum af kaupmætti og samfélagslegri velferð. Klárum málið Eins og sjá má, gengur norræna vinnumarkaðslíkanið út á uppbyggingu og þróun þess velferðarsamfélags sem sátt ríkir nú þegar um hér á landi í öllum meginatriðum. Því er hins vegar ekki að leyna, að hér á landi hefur þróun ekki gengið jafn vel eftir og á hinum Norðurlöndunum. Í stað þess að vera með norræna vinnumarkaðslíkanið hér í hálfgerðu skötulíki, er því tímabært að við stígum skrefið til fulls og tökum þetta þrautreynda líkan endanlega í gagnið, eins og stefnt hefur verið að um árabil. Skerðum völd sem heimila lélega hagstjórn og verðbólgu Með hliðsjón af ofansögðu hlýtur andstaða núverandi formanns VR við norræna vinnumarkaðslíkanið að vera á meiriháttar misskilningi byggð. Þau rök að líkanið eigi ekki rétt á sér vegna þess að það skerði völd verkalýðshreyfingarinnar, eins og hann hefur haldið fram, eru bull. Þau völd sem norræna vinnumarkaðslíkanið skerðir eru eingöngu völdin til að gera lélega kjarasamninga, stuðla að hefðbundnu höfrungahlaupi og verðbólgu. Og satt best að segja þá eru það völd sem við hefðum betur skert fyrir löngu síðan í þágu aukins kaupmáttar og aukinnar velferðar hér á landi. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Guðrún Jónasdóttir Félagasamtök Formannskjör í VR Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Norræna vinnumarkaðslíkanið hefur skilað launafólki á hinum Norðurlöndunum mun hærri launum en almennt eru greidd hér á landi. Munurinn er breytilegur eftir starfsstéttum, en hleypur á bilinu 5-10% og upp í 35-40%. Sá agi sem líkanið byggir samningagerðina á, hefur stuðlað markvisst að aukinni kaupmáttaraukningu hjá launafólki og jöfnuði í tekjuskiptingu í meira hálfa öld. Vinnumarkaðslíkanið byggir á þeirri sameiginlegu sýn aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnmálaflokka hins vegar að ábyrg hagstjórn í almannaþágu, sterkt velferðarkerfi og skilvirkur vinnumarkaður skili launafólki mesta mögulega kaupmætti og velferð hverju sinni. Skoðum þetta aðeins nánar. Hvað standa þessar þrjár grunnstoðir í raun fyrir? Ábyrg hagstjórn í almannaþágu Með ábyrgri hagstjórn er fyrst og fremst verið að krefjast aga; að ríkisstjórn afgreiði fjárlög sem þjóna almennum hagsmunum og halda verðlagi stöðugu. Eða eins og einhver sagði eitt sinn - að koma í veg fyrir að sérhagsmunaöfl raði sér við kjötkatlana og stuðla að ríkisrekstri á heilbrigðum grunni. Sterkt velferðarkerfi Krafan um sterkt velferðarkerfi er önnur grunnstoð norræna vinnumarkaðslíkansins. Með nokkurri einföldum má segja að hún standi fyrir sátt um tiltekna verkaskiptingu á milli aðila vinnumarkaðarins annars vegar og stjórnvalda hins vegar. Með áherslunni á öflugt heilbrigðiskerfi, menntakerfi og nærsamfélagsþjónustu fyrir alla, svo að dæmi séu tekin, er markvisst verið að stuðla að afar mikilvægum samfélagslegum jöfnuði. Norræna velferðarkerfið er þannig óaðskiljanlegur hluti norræna vinnumarkaðslíkansins. Skilvirkur vinnumarkaður Með kröfunni um skilvirkan vinnumarkað lýsa aðilar vinnumarkaðarins sameiginlegum skilningi á því að forsenda aukins kaupmáttar, stöðugs verðlags og öflugs velferðarkerfis er verðmætasköpun. Við þurfum að búa til þá peninga sem standa straum af kaupmætti og samfélagslegri velferð. Klárum málið Eins og sjá má, gengur norræna vinnumarkaðslíkanið út á uppbyggingu og þróun þess velferðarsamfélags sem sátt ríkir nú þegar um hér á landi í öllum meginatriðum. Því er hins vegar ekki að leyna, að hér á landi hefur þróun ekki gengið jafn vel eftir og á hinum Norðurlöndunum. Í stað þess að vera með norræna vinnumarkaðslíkanið hér í hálfgerðu skötulíki, er því tímabært að við stígum skrefið til fulls og tökum þetta þrautreynda líkan endanlega í gagnið, eins og stefnt hefur verið að um árabil. Skerðum völd sem heimila lélega hagstjórn og verðbólgu Með hliðsjón af ofansögðu hlýtur andstaða núverandi formanns VR við norræna vinnumarkaðslíkanið að vera á meiriháttar misskilningi byggð. Þau rök að líkanið eigi ekki rétt á sér vegna þess að það skerði völd verkalýðshreyfingarinnar, eins og hann hefur haldið fram, eru bull. Þau völd sem norræna vinnumarkaðslíkanið skerðir eru eingöngu völdin til að gera lélega kjarasamninga, stuðla að hefðbundnu höfrungahlaupi og verðbólgu. Og satt best að segja þá eru það völd sem við hefðum betur skert fyrir löngu síðan í þágu aukins kaupmáttar og aukinnar velferðar hér á landi. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun