Sebastian: Eigum við ekki að leyfa Lalla að halda að hann sé enn í skuld? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. febrúar 2021 17:42 Lárus Helgi Ólafsson varði frábærlega í marki Fram gegn KA. vísir/elín björg Sebastian Alexandersson, þjálfari Fram, sagði að sterk vörn hefði lagt grunninn að sigrinum á KA í dag. „Fyrir leik sagði ég að ef allt færi eftir bókinni yrði lítið skorað. Þeir eru með frábæra vörn og frábæran markvörð og eru fljótir fram. Mér fannst við leysa varnarleikinn frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að Ægir [Hrafn Jónsson] er meiddur og Þorvaldur [Tryggvason] veikur,“ sagði Sebastian við Vísi eftir leikinn í Safamýrinni. „En aðrir stigu upp og ég er mest ánægður hvernig við leystum sjö á sex í vörninni eftir að hafa kolfallið á því prófi gegn Gróttu.“ Lárus Helgi Ólafsson var magnaður í marki Fram og varði nítján skot, eða tæplega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Sebastian var að vonum ánægður með frammistöðu Lárusar. „Ég er ógeðslega ánægður með að verða fyrstir til að stöðva þetta áhlaup KA. Lalli gaf okkur nokkur atriði á mikilvægum augnablikum þegar þeir hefðu getað náð áhlaupi sem þeir hafa verið svo frægir fyrir í vetur,“ sagði Sebastian. „Lalli er búinn að vera pínu sár út í það hvað hann var slappur gegn Gróttu og sagðist skulda tvö stig og borgaði þau svo sannarlega í dag. En eigum við nokkuð að segja honum frá því? Eigum við ekki að leyfa honum að halda að hann sé enn í skuld?“ sagði Sebastian léttur. Þjálfarinn var nokkuð sáttur með sóknarleik Frammara í dag. „Vörnin þeirra er frábær. Vilhelm Poulsen náði sér engan veginn á strik í dag. Í ljósi þess er þetta ótrúlega gott. Þetta var ofboðslega mikil þolinmæðisvinna. Það er erfitt að finna glufur á vörninni þeirra sem er góð. Þeir láta andstæðinginn taka skot sem henta markverðinum og þess vegna er erfitt að freistast ekki til að taka fyrsta sénsinn. En við náðum því og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Sebastian. „Mest af öllu er ég ánægður með að vera kominn með innbyrðis á þá. Þess vegna tók ég leikhlé undir lokin. Það skiptir máli að menn slaki ekki á. Maður veit aldrei. Af fenginni reynslu á ferlinum geta svona atriði skipt máli. En til öryggis vildi ég vera viss um að við hefðum innbyrðis á þá.“ Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-22 | Ólafssynir kláruðu KA-menn Fram varð fyrsta liðið í febrúar til að vinna KA þegar liðin áttust við í Safamýrinni í dag. Lokatölur 26-22, Fram í vil. 28. febrúar 2021 17:30 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
„Fyrir leik sagði ég að ef allt færi eftir bókinni yrði lítið skorað. Þeir eru með frábæra vörn og frábæran markvörð og eru fljótir fram. Mér fannst við leysa varnarleikinn frábærlega, sérstaklega í ljósi þess að Ægir [Hrafn Jónsson] er meiddur og Þorvaldur [Tryggvason] veikur,“ sagði Sebastian við Vísi eftir leikinn í Safamýrinni. „En aðrir stigu upp og ég er mest ánægður hvernig við leystum sjö á sex í vörninni eftir að hafa kolfallið á því prófi gegn Gróttu.“ Lárus Helgi Ólafsson var magnaður í marki Fram og varði nítján skot, eða tæplega helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Sebastian var að vonum ánægður með frammistöðu Lárusar. „Ég er ógeðslega ánægður með að verða fyrstir til að stöðva þetta áhlaup KA. Lalli gaf okkur nokkur atriði á mikilvægum augnablikum þegar þeir hefðu getað náð áhlaupi sem þeir hafa verið svo frægir fyrir í vetur,“ sagði Sebastian. „Lalli er búinn að vera pínu sár út í það hvað hann var slappur gegn Gróttu og sagðist skulda tvö stig og borgaði þau svo sannarlega í dag. En eigum við nokkuð að segja honum frá því? Eigum við ekki að leyfa honum að halda að hann sé enn í skuld?“ sagði Sebastian léttur. Þjálfarinn var nokkuð sáttur með sóknarleik Frammara í dag. „Vörnin þeirra er frábær. Vilhelm Poulsen náði sér engan veginn á strik í dag. Í ljósi þess er þetta ótrúlega gott. Þetta var ofboðslega mikil þolinmæðisvinna. Það er erfitt að finna glufur á vörninni þeirra sem er góð. Þeir láta andstæðinginn taka skot sem henta markverðinum og þess vegna er erfitt að freistast ekki til að taka fyrsta sénsinn. En við náðum því og ég er mjög ánægður með það,“ sagði Sebastian. „Mest af öllu er ég ánægður með að vera kominn með innbyrðis á þá. Þess vegna tók ég leikhlé undir lokin. Það skiptir máli að menn slaki ekki á. Maður veit aldrei. Af fenginni reynslu á ferlinum geta svona atriði skipt máli. En til öryggis vildi ég vera viss um að við hefðum innbyrðis á þá.“
Olís-deild karla Fram Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-22 | Ólafssynir kláruðu KA-menn Fram varð fyrsta liðið í febrúar til að vinna KA þegar liðin áttust við í Safamýrinni í dag. Lokatölur 26-22, Fram í vil. 28. febrúar 2021 17:30 Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 26-22 | Ólafssynir kláruðu KA-menn Fram varð fyrsta liðið í febrúar til að vinna KA þegar liðin áttust við í Safamýrinni í dag. Lokatölur 26-22, Fram í vil. 28. febrúar 2021 17:30