Viðskipti innlent

Flug­rútan hefur akstur á nýjan leik

Atli Ísleifsson skrifar
Önnur endastöð Flugrútunnar er BSÍ.
Önnur endastöð Flugrútunnar er BSÍ. Vísir/Vilhelm

Flugrútan, sem hefur ekki verið í rekstri frá miðjum janúarmánuði, mun hefja akstur á ný á morgun. Akstrinum var hætt í janúar vegna lítillar notkunar komufarþega en flugferðum til og frá landinu hefur fækkað mikið síðasta tæpa árið vegna faraldurs kórónuveirunnar.

Í tilkynningu frá Kynnisferðum segir að flugrútan mun stoppa við Fjörukránna í Hafnarfirði, við Aktu Taktu í Garðabæ, við Hamraborg í Kópavogi og á BSÍ.

Haft er eftir Birni Ragnarssyni, framkvæmdastjóra Kynnisferða, að umræða um mikilvægi Flugrútunnar til að lágmarka hættu á að kórónuveirusmit berist inn í landið hafi leitt til ákvörðunar um að hefja akstur á ný.

„Síðustu daga höfum við haft samráð við opinbera aðila til að útfæra þjónustuna með tilliti til sóttvarna og að þjónustan sé í samræmi við gildandi reglugerð. Einnig höfum við haft samráð við Isavia um að koma á framfæri upplýsingum til komufarþega um þá valkosti sem standi þeim til boða til að komast til Reykjavíkur,“ er haft eftir Birni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×