Barnalega bjartsýn Vala Rún Magnúsdóttir skrifar 26. febrúar 2021 12:31 Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Dropinn holar steininn. Margt smátt gerir eitt stórt. Safnast þegar saman kemur. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ég hef aldrei tengt við þessa málshætti eða orðatiltæki. Ég er, eins og ég segi sjálf, barnalega bjartsýn og ótrúlega óþolinmóð. Ég skil ekki afhverju sumir hlutir taka langan tíma, þetta er bara spurning um að taka ákvörðun og henda hlutunum í framkvæmd. Jafnrétti í heiminum er stöðugt í umræðunni, enda ærin ástæða til, en lítill árangur hefur náðst og virðist sama hvort það snúi að kyni, kynþætti, kynhneigð, uppruna eða öðru. Ávallt er vísað í að þetta taki bara ákveðinn tíma, þetta muni deyja út með kynslóðum eða að þetta einfaldlega hafi bara alltaf verið svona. Þegar heimsfaraldurinn skall á fyrir um ári síðan gerðist eitthvað magnað. Öll heimsbyggðin stóð saman og langflest tókum við þátt í að koma í veg fyrir smit, sinntum sóttkví, héldum fjarlægð, hættum við brúðkaupin og tónleikana, héldum okkur heima fyrir og lærðum að lifa upp á nýtt, í nýjum veruleika. Stjórnvöld, vísindafólk, sérfræðingar og allt samfélagið stóðu saman og sigldu í sömu átt með sama markmið; að sigrast á þessu alheims vandamáli. Af hverju sjáum við ekki sömu viðbrögð við öðrum knýjandi vandamálum og málefnum sem skipta okkur öll alltaf máli? Hægt væri að nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál, geðheilbrigði eða Black Lives Matter hreyfingin, sem allt eru dæmi um nauðsynlegar baráttur sem stuðla að betra samfélagi. Ef viðbrögðin við þessum vandamálum hefðu verið þau sömu og við heimsfaraldrinum, hvað hefði gerst? Hefðu stjórnvöld stokkið til og bannað plast með 3 vikna fyrirvara? Sett viðurlög á kynjakvótalögin um leið og þau voru gefin út? Niðurgreitt sálfræðiþjónustu fyrir löngu síðan? Það væri óskandi að þessi samstaða, orka og drifkraftur í Covid myndu smitast út í önnur vandamál eins og þessi sem ég nefndi hér að ofan. Því oft þarf ekkert bara að hola steininn með einum dropa í einu. Stundum er það skilvirkara að hella heilu vatnsglasi til að ná einhverju fram. En mikilvægast er að stoppa ekki í baráttunni. Einn daginn á maður kannski hálfan dropa, en þann næsta heilt baðkar. Og hver einasti dropi skiptir auðvitað máli. Þess vegna ætlum við í UAK, Ungum athafnakonum, ekki að bíða eftir breytingunum. Við ætlum að taka þátt í þeim, taka af skarið og sýna vilja í verki. Höldum áfram að hafa áhrif. Framkvæmum þær aðgerðir sem þarf. Pönkastu ef þess þarf. Verum djörf. Verum breytingin. Holum steininn. Höfundur er formaður UAK og markaðsfulltrúi 66°Norður. Greinin er skrifuð í tilefni UAK ráðstefnunnar, Frá aðgerðum til áhrifa: Vertu breytingin sem fer fram er í Hörpu 27. febrúar. Hægt er að kaupa miða hér.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar