Landsliðskonan Sara Rún til liðs við Hauka Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2021 19:39 Sara Rún í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Sara Rún Hinriksdóttir hefur náð samkomulagi við Hauka um að leika með liðinu út tímabilið í Dominos-deild kvenna í körfubolta. Þar hittir hún fyrir systur sína, Bríeti Sif. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Hauka nú í kvöld. Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Sara Rún hefur leikið með Leicester Riders á Englandi en vegna persónulegra ástæðna ákvað hún að klára ekki tímabilið ytra og halda heim á leið. Sara Rún er uppalin í Keflavík en þaðan fór hún til Bandaríkjanna og lék með Canisius College. Hún útskrifaðist vorið 2019 og sneri þá heim til Keflavíkur og kláraði tímabilið þar. Haustið sama ár samdi hún við Leicester Riders. Liðið varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð og var Sara Rún valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Á síðustu leiktíð var Sara Rún með 16.9 stig og 6.1 frákast að meðaltali í leik hjá Leicester Riders. Það sem af er þessari leiktíð hefur Sara skorað 15.4 stig og tekið 5.2 fráköst að meðaltali í leik. „Sara Rún hefur verið fastamaður í A-landsliði kvenna og oftar en ekki farið fyrir liði Íslands. Það er því ljóst að að þetta er mikið hvalreki fyrir Hauka og kemur til með að styrkja liðið fyrir komandi átök í Domino‘s deildinni,“ segir í yfirlýsingu Hauka. Mun Sara Rún spila með systur sinni á nýjan leik en það hefur ekki gerst með félagsliði síðan árið 2015 er þær léku báðar með Keflavík. „Ég elska þennan klúbb og allt í kringum hann. Ég hins vegar óskaði eftir því að fá að fara heim,“ sagði Sara Rún um Leicester Riders og bætti við að ástandið í Bretlandi sé bara svo slæmt og búið að vera allt árið. „Ég var ekki að ná að æfa almennilega, mikið af leikjunum var frestað og óvissan var mikil. Að fara inn og út úr einangrun þar sem maður má ekki einu sinni fara út í göngu fannst mér erfitt og maður var einhvernveginn alltaf á byrjunarreit líkamlega þegar maður var búinn að vera heima að gera ekki neitt í 10-14 daga í hvert skipti.“ „Mér fannst að vera þarna halda aftur af mér þannig að ég ákvað að koma heim. Þar eru minni líkur á að ég fari í einangrun, ég get æft vel og stöðugt til að ná árangri og á sama tíma eytt tíma með fjölskyldunni.“ „Ég er búin að horfa á marga leiki með liðinu núna í ár og finnst skemmtilegt hvernig þær spila. Það er mikið af góðum leikmönnum í þessu liði sem eru tilbúnar að berjast og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja hópinn enn frekar. Svo skemmir það ekki fyrir að tvíburasystir mín er í liðinu og ég hlakka til að spila með henni í félagsliði aftur,“ sagði Sara um komuna í Hauka. Hér að neðan má sjá fréttatilkynningu Hauka. Haukar eru í 3. sæti Dominos deildar kvenna með 14 stig að loknum 11 leikjum. Keflavík og Valur eru með 16 stig í efstu tveimur sætunum en bæði lið hafa leikið færri leiki en Haukar. Sara Rún Hinriksdóttir og körfuknattleiksdeild Hauka hafa náð samkomulagi um að Sara Rún klári tímabilið með Haukum í...Posted by Haukar körfubolti on Thursday, February 25, 2021 Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Haukar Dominos-deild kvenna Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira