Ísland í efsta sæti annað árið í röð Heimsljós 25. febrúar 2021 10:41 Istock Þjóðir heims þokast í átt að auknu jafnrétti. Ísland efst á lista Alþjóðabankans. Ísland skorar fullt hús stiga annað árið í röð nýrri skýrslu Alþjóðabankans um Women, Business and the Law. Auk Íslands fengu níu aðrar þjóðir 100 stig, Belgía, Danmörk, Frakkland, Írland, Kanada, Lettland, Lúxemborg, Portúgal og Svíþjóð. Samkvæmt skýrslunni þokast þjóðir í áttina að auknu jafnrétti en konur um heim allan halda engu að síður áður áfram að standa frammi fyrir lögum og reglum sem takmarka þátttöku þeirra í efnahagslífinu. Þá hefur COVID-19 faraldurinn haft í för með sér nýjar áskoranir um heilsu, öryggi og afkomu kvenna. Í skýrslunni er lögð mælistika á lög og reglur þvert á átta svið, meðal annars ferðafrelsi, foreldrahlutverk og eftirlaun, sem hafa áhrif á efnahagsleg tækifæri kvenna í 190 löndum fyrir tímabilið september 2019 til október 2020. Í ljósi heimsfaraldursins skoða skýrsluhöfundar einnig viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 og hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á konur í atvinnulífinu og heima fyrir, með áherslu á umönnun barna, aðgang að réttarkerfinu og heilsu og öryggi. „Full þátttaka kvenna í efnahagslífinu er forsenda þróunar og hagsældar,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans. „Þrátt fyrir árangur í mörgum löndum, blasir við afturför í einstaka löndum sem veldur áhyggjum, eins og takmörkun á rétti kvenna til að ferðast án leyfis karlkyns forráðamanns. Faraldurinn hefur aukið á misrétti sem fyrir var sem kemur sérstaklega niður á konum og stúlkum, til dæmis hindranir í að sækja skóla og halda störfum. Konur standa einnig frammi fyrir því að heimilisofbeldi hefur aukist, auk áskorana sem tengjast heilsu og öryggi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Innlent Réðst á ferðamann og rændi hann Innlent Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Erlent Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Innlent Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Innlent „Þetta má aldrei gerast aftur“ Innlent Farið lent en fararnir urðu eftir Erlent Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Innlent Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Innlent
Ísland skorar fullt hús stiga annað árið í röð nýrri skýrslu Alþjóðabankans um Women, Business and the Law. Auk Íslands fengu níu aðrar þjóðir 100 stig, Belgía, Danmörk, Frakkland, Írland, Kanada, Lettland, Lúxemborg, Portúgal og Svíþjóð. Samkvæmt skýrslunni þokast þjóðir í áttina að auknu jafnrétti en konur um heim allan halda engu að síður áður áfram að standa frammi fyrir lögum og reglum sem takmarka þátttöku þeirra í efnahagslífinu. Þá hefur COVID-19 faraldurinn haft í för með sér nýjar áskoranir um heilsu, öryggi og afkomu kvenna. Í skýrslunni er lögð mælistika á lög og reglur þvert á átta svið, meðal annars ferðafrelsi, foreldrahlutverk og eftirlaun, sem hafa áhrif á efnahagsleg tækifæri kvenna í 190 löndum fyrir tímabilið september 2019 til október 2020. Í ljósi heimsfaraldursins skoða skýrsluhöfundar einnig viðbrögð stjórnvalda við COVID-19 og hvernig faraldurinn hefur haft áhrif á konur í atvinnulífinu og heima fyrir, með áherslu á umönnun barna, aðgang að réttarkerfinu og heilsu og öryggi. „Full þátttaka kvenna í efnahagslífinu er forsenda þróunar og hagsældar,“ segir David Malpass forseti Alþjóðabankans. „Þrátt fyrir árangur í mörgum löndum, blasir við afturför í einstaka löndum sem veldur áhyggjum, eins og takmörkun á rétti kvenna til að ferðast án leyfis karlkyns forráðamanns. Faraldurinn hefur aukið á misrétti sem fyrir var sem kemur sérstaklega niður á konum og stúlkum, til dæmis hindranir í að sækja skóla og halda störfum. Konur standa einnig frammi fyrir því að heimilisofbeldi hefur aukist, auk áskorana sem tengjast heilsu og öryggi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Segir kraftaverk að sonur sinn sé á lífi Innlent Íslendingur horfir fram á 24 ár í fangelsi til viðbótar Innlent Réðst á ferðamann og rændi hann Innlent Krefjast rannsóknar eftir að ung kona var skotin í höfuðið Erlent Kýldi tvo lögregluþjóna í andlitið Innlent Hundi haldið sofandi eftir amfetamíneitrun Innlent „Þetta má aldrei gerast aftur“ Innlent Farið lent en fararnir urðu eftir Erlent Sundlauginni lokað vegna alvarlegrar bilunar Innlent Gjaldþrot flugfélags leiddi til fyrstu flugvélasmíði Íslands Innlent