Viðskipti innlent

Dregur úr verð­bólgu sem mælist nú 4,1 prósent

Eiður Þór Árnason skrifar
Ársverðbólga hefur verið yfir markmiði Seðlabankans frá því í maí í fyrra. 
Ársverðbólga hefur verið yfir markmiði Seðlabankans frá því í maí í fyrra.  Vísir/Vilhelm

Ársverðbólga mælist 4,1 prósent nú í febrúar og er 0,2 prósentustigum lægri en í janúar þegar hún mældist 4,3 prósent. Verðbólga hafði verið á uppleið frá því í byrjun síðasta árs en í janúar í fyrra var tólf mánaða verðbólga 1,7 prósent. 

Verðbólga fór yfir 2,5 prósenta markmið Seðlabankans í maí og hefur verið yfir markmiði síðan. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 4,5 prósent.

Fram kemur í tölum Hagstofu Íslands að vetrarútsölur séu víða gengnar til baka og hefur það haft áhrif á vísitölu neysluverðs. Hækkaði verð á húsgögnum og heimilisbúnaði um 3,2 prósent milli janúar og febrúar (áhrif á vísitöluna 0,17 prósent) og verð á fötum og skóm um 4,4 prósent (0,15 prósent). Viðhald og viðgerðir á húsnæði hækkuðu um 2,2 prósent (0,11 prósent).

Verðlagsþróun, 12 mánaða verðbólga


Tengdar fréttir

Verðbólga 4,3 prósent í janúar

Ársverðbólga nú í janúar mælist 4,3 prósent samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands, núll komma sjö prósentustigum meiri en hún mældist í desember þegar hún var 3,6 prósent.

Versnandi efnahagshorfur á þessu ári

Horfur hafa versnað varðandi viðskiptakjör Íslands á þessu ári miðað við fyrri spá Seðlabankans og verðbólga er meiri en reiknað var með. Maginvextir bankans verða ábreyttir í 0,75 prósentum samkvæmt vaxtaákvörðun í morgun.

Verðbólga mælist 3,6 prósent

Verðbólga mælist nú 3,6 prósent og er um hækkun að ræða. Alls voru 14.900 einstaklingar atvinnulausir í nóvember. 

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.