Golf

Óska Tiger skjóts og góðs bata

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tiger Woods lenti í slæmu bílslysi í kvöld.
Tiger Woods lenti í slæmu bílslysi í kvöld. Getty/Jamie Squire

Tiger Woods, einn besti kylfingur allra tíma, lenti í skelfilegu bílslysi fyrr í kvöld. Hann þurfti í kjölfarið að fara í aðgerð vegna meiðsla á fæti eða fótum. Ekki hefur enn komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru en Tiger ku ekki vera í lífshættu.

Aðrir kylfingar, íþróttamenn, Hollywood-stjörnur og fleiri hafa nýtt samfélagsmiðla sína til að óska Tiger góðs bata. Kylfingurinn magnaði fór í sína fimmtu aðgerð á baki í janúar og var ekki reiknað með hinum 45 ára Tiger aftur á golfvöllinn fyrr en seint á þessu ári. Hvort eitthvað verður af því úr þessu er óvíst.

Tiger var einn í bílnum er hann lenti í árekstri, fór út af veginum og endaði handónýtur á hvolfi. Klippa þurfti hurðina af bílnum til að ná kylfingnum út.

Hér að neðan má sjá hina ýmsu einstaklinga óska Tiger góðs og skjóts bata á samfélagsmiðlinum Twitter.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.