Handbolti

Naum töp hjá Ís­lendinga­liðunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Kristianstad töpuðu með minnsta mun í Portúgal.
Ólafur Andrés Guðmundsson og félagar í Kristianstad töpuðu með minnsta mun í Portúgal. Alex Nicodim/Getty Images

Álaborg og Kristianstad máttu þola naum töp í Meistaradeild Evrópu í handbolta annars vegar og Evrópudeildinni hins vegar.

Álaborg tapaði með tveggja marka mun gegn þýska stórliðinu Kiel í Meistaradeildinni í kvöld. Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Þjóðverjarnir reyndust sterkari í síðari hálfleik og lönduðu á endanum sigri, lokatölur 28-26. Álaborg er þó enn í 3. sæti B-riðils með 12 stig en Kiel er í 5. sæti með 10 stig.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Íslendingalið Kristianstad tapaði með aðeins einu marki er liðið mætti Sporting í Portúgal. Heimamenn höfðu verið fjórum mörkum yfir í hálfleik en sænska liðið var hársbreidd frá því að ná i stig, lokatölur 27-26.

Teitur Örn Einarsson skoraði fjögur mörk í liði Kristianstad á meðan Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði eitt mark.

Kristianstad situr sem fyrr í 3. sæti B-riðils Evrópudeildarinnar en nú munar aðeins tveimur stigum á sænska liðinu og Sporting. Kristiandstad með tíu á meðan Sporting er með átta og leik til góða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×