Leikjavísir

Yfirtakan: Diamondmynxx spilar Warzone og Amnesia Rebirth

Samúel Karl Ólason skrifar
152922126_10157696890791651_5946025988885275912_o

Diamondmynxx tekur yfir Twitchrás GameTíví í kvöld og mun hún spila Warzone og hryllingsleikinn Amnesia Rebirth.

Raunverulegt nafn Diamondmynxx er Móna Lind.

Hún segist er „atvinnu multitaskari, mamma, gamer inn að beini, listamaður, crossfit-unandi, full time endómetríósu fighter og part time stremer 🤓“

Hún er fædd 1991 og hefur spilað tölvuleiki síðan 1996. Hún streymir leikjaspilun ásamt því að teikna myndir og spjalla á streymi sínu. Skemmtilegast finnst Mónu Lind að spila fyrstu persónu skotleiki og veit hún fátt betra en að slaka á eftir langan dag, í góðra vina hópi og hitta nokkrum „hausa-skotum“.

Gamanið hefst klukkan átta á Twitchrás GameTíví.

Það verður hasar og hryllingur í GameTíví yfirtökunni í kvöld kl. 20.00... En Diamondmynxx tekur stjórnina og...

Posted by GameTíví on Tuesday, 23 February 2021Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.