Körfubolti

Fyrsti sigur KR kominn í hús og Valur vann í Borgar­nesi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. Vísir/Hulda Margrét

Tveimur leikjum í Dominos deild kvenna í körfubolta er nú lokið. KR vann sinn fyrsta leik á leiktíðinni og þá unnu Íslandsmeistarar Vals góðan sigur á bikarmeisturum Skallagríms í Borgarnesi.

KR vann Snæfell í spennutrylli í Vesturbænum, lokatölur 78-74. Um var að ræða fyrsta sigur KR á tímabilinu. Annika Holopainen var óstöðvandi í liði KR en hún gerði 33 stig og tók 16 fráköst. Þar á eftir kom Taryn Ashley Mc Cutcheon en hún skoraði 19 stig og gaf 12 stoðsendingar.

Hjá gestunum var Anna Soffía Lárusdóttir stigahæst með 22 stig.

Valur vann stórsigur í Borgarnesi, lokatölur 91-65 í ójöfnum leik. Kiana Johnson skoraði 32 stig í liði Vals og Helena Sverrisdóttir gerði 15 stig. Keira Breeanne Robinson var stigahæst í liði Skallagríms með 20 stig.

Valur er nú með 12 stig, tveimur stigum á eftir Keflavík sem er á toppi deildarinnar. KR er á botninum með tvö stig, tveimur minna en Breiðablik og Snæfell.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×