Dýraþjónusta Reykjavíkur Sabine Leskopf skrifar 17. febrúar 2021 09:30 Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Gæludýr Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri borgarbúar átt gæludýr en nú í covidinu. Þörfin fyrir hlýju, nánd og kærleik í sambúð við gæludýr er mikil og langt er síðan fólk afgreiddi þessa sérvisku með orðunum „dýr eiga heima í sveit“. Áður en samkomutakmarkanir voru settar á fjölgaði umsóknum frá heilbrigðisstofnunum aldraða um leyfi til að fá t.d. hunda í heimsókn í meðferðarskyni, Rauði krossinn hefur lengi verið með hóp af sjálfboðaliðum og þjálfuðum hundum sem gleðja fólk sem er einangrað eða þunglynt. Ég sjálf hef aldrei verið þakklátari fyrir Dimmu mína sem dregur okkur hjónin út í góðan göngutúr á hverjum degi sama hvernig viðrar. Rannsóknir sýna svart á hvítu mikilvægi gæludýra fyrir lýðheilsu, bæði andlega og líkamlega. Á sama tíma er sambúð manna og dýra í æ þéttari borg líka áskorun. Mjög umdeilt var til dæmis að leyfa gæludýr í strætó en eftir umfangsmikið samtal við alla haghafa voru skýrar reglur settar sem hafa reynst vel. Fólk þarf ekki oft að fara með dýrin sín í strætó, en hefur nú þann kost, t.d. til að komast til dýralæknis. Miklar kröfur eru gerðar til sveitarfélaga að tryggja heilnæmt umhverfi fyrir alla og bjóða nauðsynlega þjónustu fyrir dýr og dýraeigendur, en líka þá sem ekki eiga dýr, eiga kannski erfitt með að vera nálægt þeim eða verða fyrir ónæði. Vissulega hjálpa samfélagsmiðlar við að finna týnd gæludýr, en löggjafinn krefst þess samt að sveitarfélögin sinni dýrum sem eru týnd eða slösuð, sama hvort það séu gæludýr, villt eða hálfvillt dýr. Hreinlæti getur verið vandamál og kostnaðarsamt fyrir borgina t.d. á leiksvæðum eða á vatnsverndarsvæðum. Einnig er það skylda sveitarfélagsins að fylgja eftir kvörtunum vegna dýrahalds annarra og að taka við dýrum í erfiðum aðstæðum, til dæmis í sambandi við lögregluaðgerðir. Í gegnum árin hafa dýramálin og þekking á þessum málaflokki verið mjög dreifð, hundamálin voru hjá Heilbrigðiseftirlitinu, kettir hins vegar undir Meindýraeftirlitinu, hvort tveggja var kannski ekki endilega til að vekja traust og velvild eigenda sem líta nú ekki á dýrin sín sem heilbrigðisvá, hvað þá meindýr. Hundagerði eru hjá umhverfis- og skipulagssviði, en samningar t.d. varðandi mótttöku dýra í útrýmingarhættu hjá húsdýragarðinum. Margt er ennþá umdeilt, lausaganga hunda og katta, gagnkvæm tillitssemi, hvort sem það er í fjölbýlum eða á göngu- og hjólastígum. En annað er að verða óumdeilt, ekki síðst núna í covidinu, að gæludýrahald er lýðheilsumál, frístundaiðkun og útivist í nútímaborgarsamfélagi, en líklega eiga um 40% borgarbúa gæludýr, hundar eru á um 15% heimila, kettir á um 20-30%. Á sama tíma rekur borgin Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sem er svo mörgum kær á meðan aðrir spyrja gagnrýnna spurninga um rekstur dýragarða almennt og framtíðarsýnina á garðinn. Með ákvörðun um stofnun Dýraþjónustunnar bregðumst við í meirihluta Borgarstjórnar Reykjavíkur nú við þessu öllu en þar verða sérfræðingar sem sjá um öll málefni gæludýra hjá borginni, veita fræðslu, stuðning eða viðtöku ef dýr eru týnd eða slösuð í borgarlandinu. Hundaeftirlit verður lagt niður í núverandi mynd, en á sama tíma verða hundagjöldin lækkuð um helming og verða þar með lægst á höfuðborgarsvæðinu og bjóða um leið hagkvæma skyldutryggingu. Skráningin sjálf verður einföld og rafræn, ekki þarf lengur að sækja um leyfi til hundahalds hjá sveitarfélaginu heldur þarf eigandinn einungis að skrá hundinn og staðfesta að hann hafi kynnt sér gildandi lög og samþykktir, til dæmis vegna hundahalds í fjölbýlishúsum. Fjármagn er sett strax á þessu ári í fleiri og betri hundagerði og fræðsla um dýrahald í borginni í samstarfi við hagaðila getur hafist strax. Hundaeigendur hafa oft tjáð sig um að þeir séu ekki tilbúnir að borga hundagjöld vegna þess að þeim finnst þeir ekki fá þjónustu fyrir þau og upplifa eftirlit sveitarfélagsins frekar sem ógn en stuðning. Með því að snarlækka þessi gjöld en bjóða betri þjónustu á sama tíma í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum vonumst við til að vinna okkur inn það traust sem við viljum njóta og stígum stórt skref í átt að nútímaborgarsamfélagi þar sem dýr og menn búa í sátt og samlyndi. Dýraþjónustan mun leggja ríka áherslu á samstarf við hagsmunaaðila sem láta sér málefni dýra, dýraeigenda og annarra borgarbúa varða. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður styrihóps um dýraþjónustu.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar