Hver leggur valdhöfum línurnar - fulltrúi Guðs eða við? Eva Hauksdóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:00 Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Stjórnarskrá Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Af hverju ættum við að þurfa nýja stjórnarskrá? Hvað er eiginlega að þeirri sem við höfum? Hefur hún ekki dugað ágætlega hingað til? Ég held reyndar að það sé heilmikið að núgildandi stjórnaskrá og að hún hafi dugað misvel hingað til, en svo sanngirni sé gætt skal tekið fram að ég er líka efins um að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs sé hnökralaust. Í mínum huga er stærsta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá sú að núgildandi stjórnarskrá er ekki afrakstur lýðræðislegs samráðs, heldur er hún bráðabirgðaplagg sem lýðveldið hefur nú notast við í hátt á áttunda áratug og er í grundvallaratriðum sama plaggið og Kristjáni níundi Danakonungur "gaf okkur" árið 1874. Ekki okkar stjórnarskrá Stjórnarskrá felur í sér skilyrði um það hvernig lög megi vera. Alþingi getur ákveðið að það megi refsa okkur ef við brjótum gegn refsilögum en það má samt ekki refsa okkur nema dómstólar telji sök sannaða - stjórnarskráin bannar það nefnilega. En það skiptir ekki bara máli hvaða mörk valdhöfum eru sett heldur einnig hver gerir það. Er það Guð almáttugur, Kristján níundi eða þú og ég? Stjórnarskrá er nefnilega meira en grundvallarlög landsins. Hún er ráðningarsamningur þjóðarinnar við þingmenn, ráðherra, forseta og dómara; yfirlýsing þjóðar um þær takmarkanir sem valdhafar eiga að lúta. Mikilvægasta ástæðan fyrir því að við þurfum nýja stjórnarskrá er ekki sú að bráðabirgðastjórnarskráin frá 1874 sé efnislega gölluð. Hún er það að vísu en það er ekki helsta vandamálið enda er hægt að breyta henni. Stjórnarskránni var breytt í mikilvægum atriðum þegar mannréttindaákvæðum var bætt við hana árið 1995. Ef út í það er farið er alveg hægt að taka upp auðlindaákvæði í gömlu, dönsku stjórnarskrána okkar, lagfæra ákvæði sem eru óskýr um valdheimildir forseta o.s.frv. Kannski mun ekkert stjórnlagaþing nokkurntíma skrifa annað eins snilldarverk og það bráðabirgðaplagg sem ráðgjafar Kristjáns níunda settu saman af visku sinni og er, ásamt Mannréttindasáttmála Evrópu, undirstaða þeirra laga sem við lútum í dag. Það sem er að stjórnarskránni er hreinlega það að hún felur ekki í sér fyrirmæli frá almenningi í landinu. Kannski er hún ekkert verri fyrir vikið en hún er ekki okkar. Tengsl lýðræðis við tilurð stjórnarskrár Í reynd hefur lýðræði víðast hvar á Vesturlöndum verið útfært á þann hátt að valdhafar starfa ekki aðeins í umboði almennings heldur einnig eftir þeim línum sem almenningur leggur. Við Íslendingar eigum ekki slíkar línur. Bráðabirgðastjórnarskráin er ekki afsprengi samráðs þjóðkjörinna fulltrúa heldur lög að ofan. Lög frá konungi sem taldi sig hafa vald sitt frá Guði almáttugum. Það er þessvegna sem ekki er nóg að slípa af henni hnökrana. Hér skiptir líka máli að þótt Alþingi þurfi samkvæmt núgildandi lögum að samþykkja breytingar á stjórnarskrá er það ekki nærri jafn lýðræðisleg leið og þjóðaratkvæðagreiðsla. Þótt þingmenn séu vissulega þjóðkjörnir fulltrúar almennings eru það einmitt þeir sem stjórnarskrá er ætlað að veita aðhald. Þingið ætti ekki að setja sér eigin leikreglur, heldur fer betur á því að ný stjórnarskrá sé viðfangsefni þjóðfundar eða nefndar sem kosin er sérstaklega í þeim tilgangi. Af sömu ástæðu er það lýðræðinu mikilvægt að allar breytingar á stjórnarskrá séu bornar undir kjósendur, eins og gert er ráð fyrir í „nýju stjórnarskránni“. Frumvarp Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er ekki fullkomið. Það er ekki frá Guði eða meintum umboðsmanni hans. En það er einmitt það sem er gott við það. „Nýja stjórnarskráin“ er afsprengi víðtæks samráðs þjóðkjörinna fulltrúa sem við kusum, eða áttum í það minnsta rétt á að kjósa, þú og ég og allir hinir. Það er af þessum ástæðum sem við þurfum nýja stjórnarskrá. Ekki af því að sú gamla sé handónýt eða af því að tillaga Stjórnlagaráðs sé fullkomin, heldur af því að stjórnarskrá unnin í umboði almennings er nátengd hugtakinu lýðræði. Svo nátengd að án slíkrar stjórnarskrár er danska krúnan sem prýðir Alþingishúsið eitthvað annað og meira en spanskgrænt minnismerki um náð Guðs og konunga. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar