Steinunn: Þetta var frábær upplifun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2021 17:30 Steinunn Björnsdóttir fór mikinn gegn Val. vísir/hulda margrét Steinunn Björnsdóttir átti stórleik þegar Fram vann Val, 30-22, í Safamýrinni í dag. Hún skoraði átta mörk og lék að venju vel í vörninni. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og var ellefu mörkum yfir í hálfleik, 19-8. „Allt gekk vel, markvarsla, vörn og hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleik líktumst við okkur frá því í fyrra. Þetta var frábær upplifun,“ sagði Steinunn við Vísi eftir leik. Fram keyrði grimmt í bakið á Val í fyrri hálfleiknum og átta af nítján mörkum liðsins þá komu eftir hraðaupphlaup. „Þetta er leikstílinn sem við viljum spila. Við viljum hlaupa mikið og skora þessi auðveldu mörk. Það tókst í fyrri hálfleik. Í þeim seinni mölluðum við bara áfram. Við vissum að Valur myndi koma með áhlaup og þær gerðu það í upphafi seinni hálfleiks. En að vinna Val með átta mörkum, ég hefði alltaf tekið því fyrir leik,“ sagði Steinunn. Fram var lengi í gang í seinni hálfleik og skoraði ekki fyrr en eftir tíu mínútur. Það kom samt ekki að sök enda munurinn mikill. „Þetta snýst um vörn og markvörslu og við vorum með hana allan tímann. Við vitum að mörkin koma og þau komu,“ sagði Steinunn. Sara Sif Helgadóttir varði 23 skot í marki Fram og var að öðrum ólöstuðum best á vellinum. „Hún var frábær. Katrín [Ósk Magnúsdóttir] og Sara hafa skipst á að eiga góða leiki og þannig viljum við hafa það,“ sagði Steinunn. Hún er sjálf komin aftur á ferðina eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH og misst sjónina tímabundið. Hún þarf þó að spila með hlífðargleraugu. „Sjónin er bara mjög góð. Ég er vel þreytt en þetta kemur allt saman. Ég er orðin góð og er með þessi hlífðargleraugu og tek þau ekkert niður. Þau veita mér öryggi,“ sagði Steinunn að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og var ellefu mörkum yfir í hálfleik, 19-8. „Allt gekk vel, markvarsla, vörn og hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleik líktumst við okkur frá því í fyrra. Þetta var frábær upplifun,“ sagði Steinunn við Vísi eftir leik. Fram keyrði grimmt í bakið á Val í fyrri hálfleiknum og átta af nítján mörkum liðsins þá komu eftir hraðaupphlaup. „Þetta er leikstílinn sem við viljum spila. Við viljum hlaupa mikið og skora þessi auðveldu mörk. Það tókst í fyrri hálfleik. Í þeim seinni mölluðum við bara áfram. Við vissum að Valur myndi koma með áhlaup og þær gerðu það í upphafi seinni hálfleiks. En að vinna Val með átta mörkum, ég hefði alltaf tekið því fyrir leik,“ sagði Steinunn. Fram var lengi í gang í seinni hálfleik og skoraði ekki fyrr en eftir tíu mínútur. Það kom samt ekki að sök enda munurinn mikill. „Þetta snýst um vörn og markvörslu og við vorum með hana allan tímann. Við vitum að mörkin koma og þau komu,“ sagði Steinunn. Sara Sif Helgadóttir varði 23 skot í marki Fram og var að öðrum ólöstuðum best á vellinum. „Hún var frábær. Katrín [Ósk Magnúsdóttir] og Sara hafa skipst á að eiga góða leiki og þannig viljum við hafa það,“ sagði Steinunn. Hún er sjálf komin aftur á ferðina eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH og misst sjónina tímabundið. Hún þarf þó að spila með hlífðargleraugu. „Sjónin er bara mjög góð. Ég er vel þreytt en þetta kemur allt saman. Ég er orðin góð og er með þessi hlífðargleraugu og tek þau ekkert niður. Þau veita mér öryggi,“ sagði Steinunn að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira