Steinunn: Þetta var frábær upplifun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. febrúar 2021 17:30 Steinunn Björnsdóttir fór mikinn gegn Val. vísir/hulda margrét Steinunn Björnsdóttir átti stórleik þegar Fram vann Val, 30-22, í Safamýrinni í dag. Hún skoraði átta mörk og lék að venju vel í vörninni. Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og var ellefu mörkum yfir í hálfleik, 19-8. „Allt gekk vel, markvarsla, vörn og hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleik líktumst við okkur frá því í fyrra. Þetta var frábær upplifun,“ sagði Steinunn við Vísi eftir leik. Fram keyrði grimmt í bakið á Val í fyrri hálfleiknum og átta af nítján mörkum liðsins þá komu eftir hraðaupphlaup. „Þetta er leikstílinn sem við viljum spila. Við viljum hlaupa mikið og skora þessi auðveldu mörk. Það tókst í fyrri hálfleik. Í þeim seinni mölluðum við bara áfram. Við vissum að Valur myndi koma með áhlaup og þær gerðu það í upphafi seinni hálfleiks. En að vinna Val með átta mörkum, ég hefði alltaf tekið því fyrir leik,“ sagði Steinunn. Fram var lengi í gang í seinni hálfleik og skoraði ekki fyrr en eftir tíu mínútur. Það kom samt ekki að sök enda munurinn mikill. „Þetta snýst um vörn og markvörslu og við vorum með hana allan tímann. Við vitum að mörkin koma og þau komu,“ sagði Steinunn. Sara Sif Helgadóttir varði 23 skot í marki Fram og var að öðrum ólöstuðum best á vellinum. „Hún var frábær. Katrín [Ósk Magnúsdóttir] og Sara hafa skipst á að eiga góða leiki og þannig viljum við hafa það,“ sagði Steinunn. Hún er sjálf komin aftur á ferðina eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH og misst sjónina tímabundið. Hún þarf þó að spila með hlífðargleraugu. „Sjónin er bara mjög góð. Ég er vel þreytt en þetta kemur allt saman. Ég er orðin góð og er með þessi hlífðargleraugu og tek þau ekkert niður. Þau veita mér öryggi,“ sagði Steinunn að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira
Fram byrjaði leikinn af miklum krafti og var ellefu mörkum yfir í hálfleik, 19-8. „Allt gekk vel, markvarsla, vörn og hraðaupphlaup. Í fyrri hálfleik líktumst við okkur frá því í fyrra. Þetta var frábær upplifun,“ sagði Steinunn við Vísi eftir leik. Fram keyrði grimmt í bakið á Val í fyrri hálfleiknum og átta af nítján mörkum liðsins þá komu eftir hraðaupphlaup. „Þetta er leikstílinn sem við viljum spila. Við viljum hlaupa mikið og skora þessi auðveldu mörk. Það tókst í fyrri hálfleik. Í þeim seinni mölluðum við bara áfram. Við vissum að Valur myndi koma með áhlaup og þær gerðu það í upphafi seinni hálfleiks. En að vinna Val með átta mörkum, ég hefði alltaf tekið því fyrir leik,“ sagði Steinunn. Fram var lengi í gang í seinni hálfleik og skoraði ekki fyrr en eftir tíu mínútur. Það kom samt ekki að sök enda munurinn mikill. „Þetta snýst um vörn og markvörslu og við vorum með hana allan tímann. Við vitum að mörkin koma og þau komu,“ sagði Steinunn. Sara Sif Helgadóttir varði 23 skot í marki Fram og var að öðrum ólöstuðum best á vellinum. „Hún var frábær. Katrín [Ósk Magnúsdóttir] og Sara hafa skipst á að eiga góða leiki og þannig viljum við hafa það,“ sagði Steinunn. Hún er sjálf komin aftur á ferðina eftir að hafa fengið þungt högg á augað í leik gegn FH og misst sjónina tímabundið. Hún þarf þó að spila með hlífðargleraugu. „Sjónin er bara mjög góð. Ég er vel þreytt en þetta kemur allt saman. Ég er orðin góð og er með þessi hlífðargleraugu og tek þau ekkert niður. Þau veita mér öryggi,“ sagði Steinunn að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Sjá meira