Hálfnað er verk… Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2021 16:01 Umræður um stjórnarskrá lýðveldisins eru ekki nýjar af nálinni. Allt frá lýðveldisstofnun hefur fólk haft skoðanir á helstu málum og velt vöngum yfir því hvort stjórnarskráin þjónaði sínum upphaflegu markmiðum, hvort ný markmiðssetning væri tímabær eða hvort allt plaggið ætti að fara í gegnum endurskoðun. Nýir tímar kalla á ný viðhorf og ný viðfangsefni og viðhorf sem þóttu sjálfsögð fyrir einhverjum áratugum þykja úrelt í dag. Verkefni sem engum datt í hug eru verkefni dagsins og verkefni gærdagsins oft úrelt og meira fyrir sagnfræðinga að velta fyrir sér heldur en framsýnt 21. aldar fólk. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að fara í það verk að nýju að endurskoða stjórnarskrána. Verkið er viðamikið og því ákveðið að skipta vinnunni á tvö kjörtímabil. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur nú lagt fram í eigin nafni tillögur til breytinga á nokkrum lykilatriðum í stjórnskipan Íslands, atriðum sem ættu að skipta flesta Íslendinga miklu máli. Sú staðreynd að forsætisráðherra leggur málið fram í eigin nafni breytir ekki því að allir formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa setið 25 fundi á kjörtímabilinu þar sem breytingar hafa verið ræddar. Þær tillögur sem nú birtast byggja að mestu leiti á þeirri vinnu sem stjórnlagaráð og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd unnu á árunum 2011-2013, auk þeirrar vinnu sem unnin hefur verið síðan. Afraksturinn er frumvarp í 23 greinum. Þjóðareign nái yfir allar auðlindir Breytingarnar snúa að nokkrum atriðum. Valdmörk milli forseta og ríkisstjórnar eru skýrð. Breytingar eru lagðar til á kjöri Forseta Íslands. Ríkissaksóknari fær stöðu í stjórnarskrá. Þingræðið er styrkt. Ákvæði um náttúruvernd eru sett inn, einnig ákvæði um auðlindir í þjóðareign og loks ákvæði um stöðu íslenskrar tungu og íslenskt táknmál sem ríkismál og skyldu stjórnvalda til að vernda þau og styrkja. Allar eru þessar breytingar mikilvægar en þær sem mesta umfjöllun hafa fengið eru ákvæðin um náttúruvernd og auðlindir í þjóðareign. Ákvæðið um auðlindir í þjóðareign á að ná yfir allar auðlindir. Bæði þær sem við þekkjum nú, og þær sem kunna að raungerast síðar. Fyrir tuttugu árum sáum við hvorki fyrir að vindorka væri auðlind né aðgangur að hálendinu. Þá kann vel að fara svo að í framtíðinni verði aðrar auðlindir mikilvægar, eins og binding koltvísýrings í bergi. Gerður er greinarmunur á hvort nýting auðlindar sé í hreinu ábataskyni eða hvort um samfélagslega nýtingu sé að ræða. Skylt verður að taka gjald af nýtingu í ábataskyni og engin úthlutun nýtingarréttar verður varanleg. Eins og gefur að skilja geta verið uppi misjöfn sjónarmið á mismunandi tímum um hvað teljist til auðlinda og hvað teljist nýting í ábataskyni, en einmitt þess vegna mikilvægt að taka af tvímæli um að þar á er munur og fela síðan Alþingi á hverjum tíma að ákveða með lögum hver gjaldtakan eigi að vera. Náttúruverndarákvæðið er einnig gríðarlega mikilvægt. Áskilnaður um sjálfbæra þróun kemur inn í stjórnarskrá. Þar er skýrt kveðið á um almannaréttinn, heimild fólks til að fara um landið. Skyldan til að ganga vel um landið er fest í stjórnarskrá og rétturinn til heilnæms umhverfis er tryggður. Efni frekar en form Frumvarpið er nú til umræðu í þinginu og hófst fyrsta umræða 3. febrúar. Frumvarpið er vel unnið og ætti að mínu mati að geta orðið grundvöllur til sátta í langvarandi ágreiningsefnum. Svo kann að fara að við vinnsluna þurfi allir að gefa eitthvað eftir af sínum ýtrustu kröfum og ekki víst að öllum finnist frumvarpið endurspegla þá þörf sem þeir telja fyrir breytingar. Á hinn bóginn tel ég að nú sé tækifæri hjá þinginu að sýna þjóðinni að það sé fært um að tala sig niður á ásættanlega niðurstöðu eftir áratuga skoðun og færa þjóðinni ný ákvæði um mikilvæg réttindamál í stjórnarskrá. Fram til þessa hefur endurskoðun strandað á því að menn hafa ekki verið sammála um umfang eða þörf á verkefninu. En nú er verkið hálfnað. Allir þingmenn á Alþingi þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir séu tilbúnir í það verkefni eða hvort menn ætli að halda sig í skotgröfum og ræða fremur um form heldur en efni. Með þessari aðferð leggur Katrín Jakobsdóttir til að við tökum verkefnið í áföngum en af festu, lokum þessum köflum, en tökum svo til við þá næstu. Ég er reiðubúinn í það verkefni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Alþingi Stjórnarskrá Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Umræður um stjórnarskrá lýðveldisins eru ekki nýjar af nálinni. Allt frá lýðveldisstofnun hefur fólk haft skoðanir á helstu málum og velt vöngum yfir því hvort stjórnarskráin þjónaði sínum upphaflegu markmiðum, hvort ný markmiðssetning væri tímabær eða hvort allt plaggið ætti að fara í gegnum endurskoðun. Nýir tímar kalla á ný viðhorf og ný viðfangsefni og viðhorf sem þóttu sjálfsögð fyrir einhverjum áratugum þykja úrelt í dag. Verkefni sem engum datt í hug eru verkefni dagsins og verkefni gærdagsins oft úrelt og meira fyrir sagnfræðinga að velta fyrir sér heldur en framsýnt 21. aldar fólk. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að fara í það verk að nýju að endurskoða stjórnarskrána. Verkið er viðamikið og því ákveðið að skipta vinnunni á tvö kjörtímabil. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur nú lagt fram í eigin nafni tillögur til breytinga á nokkrum lykilatriðum í stjórnskipan Íslands, atriðum sem ættu að skipta flesta Íslendinga miklu máli. Sú staðreynd að forsætisráðherra leggur málið fram í eigin nafni breytir ekki því að allir formenn stjórnmálaflokkanna sem sæti eiga á Alþingi hafa setið 25 fundi á kjörtímabilinu þar sem breytingar hafa verið ræddar. Þær tillögur sem nú birtast byggja að mestu leiti á þeirri vinnu sem stjórnlagaráð og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd unnu á árunum 2011-2013, auk þeirrar vinnu sem unnin hefur verið síðan. Afraksturinn er frumvarp í 23 greinum. Þjóðareign nái yfir allar auðlindir Breytingarnar snúa að nokkrum atriðum. Valdmörk milli forseta og ríkisstjórnar eru skýrð. Breytingar eru lagðar til á kjöri Forseta Íslands. Ríkissaksóknari fær stöðu í stjórnarskrá. Þingræðið er styrkt. Ákvæði um náttúruvernd eru sett inn, einnig ákvæði um auðlindir í þjóðareign og loks ákvæði um stöðu íslenskrar tungu og íslenskt táknmál sem ríkismál og skyldu stjórnvalda til að vernda þau og styrkja. Allar eru þessar breytingar mikilvægar en þær sem mesta umfjöllun hafa fengið eru ákvæðin um náttúruvernd og auðlindir í þjóðareign. Ákvæðið um auðlindir í þjóðareign á að ná yfir allar auðlindir. Bæði þær sem við þekkjum nú, og þær sem kunna að raungerast síðar. Fyrir tuttugu árum sáum við hvorki fyrir að vindorka væri auðlind né aðgangur að hálendinu. Þá kann vel að fara svo að í framtíðinni verði aðrar auðlindir mikilvægar, eins og binding koltvísýrings í bergi. Gerður er greinarmunur á hvort nýting auðlindar sé í hreinu ábataskyni eða hvort um samfélagslega nýtingu sé að ræða. Skylt verður að taka gjald af nýtingu í ábataskyni og engin úthlutun nýtingarréttar verður varanleg. Eins og gefur að skilja geta verið uppi misjöfn sjónarmið á mismunandi tímum um hvað teljist til auðlinda og hvað teljist nýting í ábataskyni, en einmitt þess vegna mikilvægt að taka af tvímæli um að þar á er munur og fela síðan Alþingi á hverjum tíma að ákveða með lögum hver gjaldtakan eigi að vera. Náttúruverndarákvæðið er einnig gríðarlega mikilvægt. Áskilnaður um sjálfbæra þróun kemur inn í stjórnarskrá. Þar er skýrt kveðið á um almannaréttinn, heimild fólks til að fara um landið. Skyldan til að ganga vel um landið er fest í stjórnarskrá og rétturinn til heilnæms umhverfis er tryggður. Efni frekar en form Frumvarpið er nú til umræðu í þinginu og hófst fyrsta umræða 3. febrúar. Frumvarpið er vel unnið og ætti að mínu mati að geta orðið grundvöllur til sátta í langvarandi ágreiningsefnum. Svo kann að fara að við vinnsluna þurfi allir að gefa eitthvað eftir af sínum ýtrustu kröfum og ekki víst að öllum finnist frumvarpið endurspegla þá þörf sem þeir telja fyrir breytingar. Á hinn bóginn tel ég að nú sé tækifæri hjá þinginu að sýna þjóðinni að það sé fært um að tala sig niður á ásættanlega niðurstöðu eftir áratuga skoðun og færa þjóðinni ný ákvæði um mikilvæg réttindamál í stjórnarskrá. Fram til þessa hefur endurskoðun strandað á því að menn hafa ekki verið sammála um umfang eða þörf á verkefninu. En nú er verkið hálfnað. Allir þingmenn á Alþingi þurfa að spyrja sig þeirrar spurningar hvort þeir séu tilbúnir í það verkefni eða hvort menn ætli að halda sig í skotgröfum og ræða fremur um form heldur en efni. Með þessari aðferð leggur Katrín Jakobsdóttir til að við tökum verkefnið í áföngum en af festu, lokum þessum köflum, en tökum svo til við þá næstu. Ég er reiðubúinn í það verkefni. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar