Roald lætur af störfum hjá Birtingi Jakob Bjarnar skrifar 26. janúar 2021 10:35 Roald Viðar hefur nú látið af störfum hjá Birtingi. Hann vill ekkert um það segja hvort það sé vegna þess að Reynir Traustason og hans áhöfn hafa teygt Mannlíf lengra á gulu slóðina en áður hefur þekkst. aðsend Roald Viðar Eyvindsson heftur sagt skilið við Birting útgáfufélag en þar hefur hann starfað frá árinu 2017. Roald Viðar segist, í samtali við Vísi, nú vera að skoða hvað taki við en þetta hafi verið ævintýralegur og lærdómsríkur ferill. Nú eru kaflaskil. En Roald á að baki langan feril í fjölmiðlum. „Árið 2017 var ég fenginn tímabundið inn á Birting til að gera breytingar á blaðinu Mannlífi sem hafði þá nýlega verið endurvakið og til að taka þátt í uppbyggingu á vefnum mannlif.is samhliða því,“ segir Roald í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá því að hann sé nú farinn af skipinu. Kaflaskil. Eftir ævintýralegan og lærdómsríkan tíma hef ég ákveðið að hætta hjá Birtíngi útgáfufélagi. Árið 2017 var...Posted by Roald Viðar Eyvindsson on Þriðjudagur, 26. janúar 2021 „Fríblaðið Mannlíf var gefið út í pappírsútgáfu frá árinu 2017 til 2020 og var á tímabili eitt mest lesna helgarblað landsins með í kringum 30 prósent lestur. Við sem stóðum að útgáfu þess lögðum áherslu á fjölbreytt og vönduð efnistök þar sem finna mátti áhugaverð viðtöl, fréttaskýringar, úttektir og fréttir, í bland við lífsstílstengt efni.“ Mannlíf Reynis annað en Roalds Roald leiddi útgáfu blaðsins fram til ársins 2020. En þá var hinn gamalreyndi Reynir Traustason ráðinn sem ritstjóri á Mannlífi. Roald sagðist þá hlakka til samstarfsins. Vefurinn hefur að undanförnu vakið nokkra athygli fyrir að ganga eins langt og lengra en áður hefur þekkst í því sem heitir hin gula pressu. Og leitar meðal annars ákaft að efnivið á samfélagsmiðlum eða hvar sem hasar er að finna. Roald vill ekki gefa upp hvort sú sé ástæðan fyrir því að hann láti nú af störfum hjá fyrirtækinu. Reynir ræddi við Vísi þegar hann hóf störf fyrir Birting og sagðist við það tækifæri vera poppaðari en Stundin, sem hann stofnaði og á 14 prósent í, sé: Ég er ekki svona alvörugefinn, sagði Reynir þá. Langur ferill á fjölmiðlum Roald Viðar segir þetta þegar orðin „nokkur“ ár í fjölmiðlum. „Ég er með margra ára reynslu, byrjaði að skrifa í ýmis blöð og tímarit samhliða háskólanámi,“ segir hann spurður en hann er með meistaragráðu í bókmennafræði. Roald á að baki langan feril í fjölmiðlum. Hann íhugar nú næstu skref.aðsend „Blaðamannaferilinn fór á flug þegar ég hóf störf hjá Fréttablaðinu 2006. Ég starfaði þar í mörg ár, lengst af sem millistjórnandi. En ég hef skrifað fyrir hina og þessa, Fréttablaðið, Fréttatímann, Mannlíf auðvitað, Vikuna, Fréttanetið, Hús og híbýli, 19. blaðið, Moggann,“ segir Roald sem stýrði um tíma tímaritinu Gay Iceland sem var á þeim tíma afar frísklegt. Roald Viðar starfaði í kvikmynda- og auglýsingabransanum áður en hann fór fyrir alvöru í fjölmiðlana. „Sú reynsla nýttist vel þegar við gerðum sjónvarpsþættina Mannlíf í samstarfi við Saga Film,“ segir Roald sem nú veltir fyrir sér næstu skrefum á vinnumarkaði. Uppfært 11:10 Reynir Traustason ritstjóri telur vert að árétta og halda til haga, ef einhver kynni að skilja svo, að enginn ágreiningur hafi verið uppi milli hans og Roalds. „Roald er góður félagi og frábær samstarfsmaður.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira
Roald Viðar segist, í samtali við Vísi, nú vera að skoða hvað taki við en þetta hafi verið ævintýralegur og lærdómsríkur ferill. Nú eru kaflaskil. En Roald á að baki langan feril í fjölmiðlum. „Árið 2017 var ég fenginn tímabundið inn á Birting til að gera breytingar á blaðinu Mannlífi sem hafði þá nýlega verið endurvakið og til að taka þátt í uppbyggingu á vefnum mannlif.is samhliða því,“ segir Roald í Facebook-færslu þar sem hann greinir frá því að hann sé nú farinn af skipinu. Kaflaskil. Eftir ævintýralegan og lærdómsríkan tíma hef ég ákveðið að hætta hjá Birtíngi útgáfufélagi. Árið 2017 var...Posted by Roald Viðar Eyvindsson on Þriðjudagur, 26. janúar 2021 „Fríblaðið Mannlíf var gefið út í pappírsútgáfu frá árinu 2017 til 2020 og var á tímabili eitt mest lesna helgarblað landsins með í kringum 30 prósent lestur. Við sem stóðum að útgáfu þess lögðum áherslu á fjölbreytt og vönduð efnistök þar sem finna mátti áhugaverð viðtöl, fréttaskýringar, úttektir og fréttir, í bland við lífsstílstengt efni.“ Mannlíf Reynis annað en Roalds Roald leiddi útgáfu blaðsins fram til ársins 2020. En þá var hinn gamalreyndi Reynir Traustason ráðinn sem ritstjóri á Mannlífi. Roald sagðist þá hlakka til samstarfsins. Vefurinn hefur að undanförnu vakið nokkra athygli fyrir að ganga eins langt og lengra en áður hefur þekkst í því sem heitir hin gula pressu. Og leitar meðal annars ákaft að efnivið á samfélagsmiðlum eða hvar sem hasar er að finna. Roald vill ekki gefa upp hvort sú sé ástæðan fyrir því að hann láti nú af störfum hjá fyrirtækinu. Reynir ræddi við Vísi þegar hann hóf störf fyrir Birting og sagðist við það tækifæri vera poppaðari en Stundin, sem hann stofnaði og á 14 prósent í, sé: Ég er ekki svona alvörugefinn, sagði Reynir þá. Langur ferill á fjölmiðlum Roald Viðar segir þetta þegar orðin „nokkur“ ár í fjölmiðlum. „Ég er með margra ára reynslu, byrjaði að skrifa í ýmis blöð og tímarit samhliða háskólanámi,“ segir hann spurður en hann er með meistaragráðu í bókmennafræði. Roald á að baki langan feril í fjölmiðlum. Hann íhugar nú næstu skref.aðsend „Blaðamannaferilinn fór á flug þegar ég hóf störf hjá Fréttablaðinu 2006. Ég starfaði þar í mörg ár, lengst af sem millistjórnandi. En ég hef skrifað fyrir hina og þessa, Fréttablaðið, Fréttatímann, Mannlíf auðvitað, Vikuna, Fréttanetið, Hús og híbýli, 19. blaðið, Moggann,“ segir Roald sem stýrði um tíma tímaritinu Gay Iceland sem var á þeim tíma afar frísklegt. Roald Viðar starfaði í kvikmynda- og auglýsingabransanum áður en hann fór fyrir alvöru í fjölmiðlana. „Sú reynsla nýttist vel þegar við gerðum sjónvarpsþættina Mannlíf í samstarfi við Saga Film,“ segir Roald sem nú veltir fyrir sér næstu skrefum á vinnumarkaði. Uppfært 11:10 Reynir Traustason ritstjóri telur vert að árétta og halda til haga, ef einhver kynni að skilja svo, að enginn ágreiningur hafi verið uppi milli hans og Roalds. „Roald er góður félagi og frábær samstarfsmaður.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Sjá meira