Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2020 15:19 Reynir Traustason hefur marga fjöruna sopið á vettvangi fjölmiðlanna, sem harðsnúinn blaðamaður og ritstjóri. Hann var hættur en snýr nú til baka. Hann segir enga leið að hætta. visir/vilhelm „Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
„Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira