Viðskipti innlent

Fjórtán starfsmönnum Birtíngs sagt upp

Andri Eysteinsson skrifar
Bjarni Benediktsson prýddi síðustu forsíðu Mannlífs, fríblaðs Birtíngs.
Bjarni Benediktsson prýddi síðustu forsíðu Mannlífs, fríblaðs Birtíngs. Skjáskot

Fjórtán starfsmönnum útgáfufélagsins Birtíngs hefur verið sagt upp störfum í skipulagsbreytingum og hagræðingu á rekstri útgáfufélagsins í dag.

Í tilkynningu á vef Mannlífs, fríblaðs Birtíngs, segir að uppsagnir dagsins nái þvert á allar deildir fyrirtækisins.

Útgáfufélagið Birtíngur gefur nú út, auk Mannlífs, tímaritin Vikuna, Gestgjafann og Hús og híbýli og munu ekki vera fyrirhugaðar breytingar á útgáfu þeirra miðla.

„Rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla hefur verið erfitt um langt skeið og núverandi efnahagslægð hafi mikil áhrif á auglýsingar fyrirtækja sem leiði af sér minni tekjur. Þá er áfram óvissa um úthlutun fjölmiðlastyrks og horfur efnahagsmála á komandi mánuðum,“ er haft eftir Sigríði Dagnýju Sigurbjörnsdóttur framkvæmdastjóra fyrirtækisins á vef Mannlífs. Mikið áfall sé fyrir starfsmenn að missa vinnuna en hagræðing í rekstri hafi verið nauðsynleg.

Þá segist Sigríður einnig vonast til þess að umhverfi einkarekinna fjölmiðla styrkist á komandi misserum. Stærð og umsvif RÚV á auglýsingamarkaði ásamt samdrætti í efnahagslífi þvingi fjölmiðla til hagræðingar og fækkunar starfa.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.