Aftur stórmót í golfi í Garðabæ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2021 17:31 EM stúlkna í golfi fer fram á Urriðavelli í Heiðmörk. mynd/GSÍ Sumarið 2022 verður haldið stórmót í golfi á Íslandi þegar Evrópumót stúlknalandsliða fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi í Garðabæ. Í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands kemur fram að undirbúningur fyrir mótið, sem er í höndum GSÍ, Odds og Golfsambands Evrópu, sé nú þegar hafinn. Einu sinni áður hefur stórmót í golfi farið fram hér á landi en það var einnig á Urriðavelli, þegar EM kvenna var haldið þar sumarið 2016. Búast má við því að vel á annað hundrað keppendur, þjálfarar og fylgdarlið mæti á mótið þarnæsta sumar, frá 20 löndum. Keppendur verða fremstu áhugakylfingar Evrópu, úr hópi 18 ára kvenna og yngri. Evrópumót stúlknalandsliða fór fyrst fram árið 1991 og var haldið á tveggja ára fresti til ársins 1999 en hefur síðan verið haldið árlega. Mótið á Ísland verður númer 27 í röðinni. Síðast fór mótið fram í Slóvakíu og þar fögnuðu Þjóðverjar sigri. „Hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland“ Haukur Örn Birgisson er forseti Golfsambands Íslands sem og Golfsambands Evrópu. Í tilkynningu frá GSÍ segist hann meðal annars hlakka til að geta gefið erlendum keppendum færi á að heimsækja Íslands: „Við erum afar stolt af því að Ísland hafi verið valið sem áfangastaður fyrir Evrópumót í golfi. Evrópska golfsambandið var mjög ánægt með framkvæmdina árið 2016 og það sama má segja um keppendur í því móti. Evrópumót landsliða eru stærstu mót sem EGA stendur fyrir ár hvert og þessi mót eru ávallt haldin á bestu golfvöllum Evrópu. Í þessu vali felst því mikil viðurkenning fyrir Urriðavöll og félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi. Með GSÍ-hattinn á mér hlakka ég mikið til áskorunarinnar sem felst í því að halda svona merkilegt golfmót og með EGA-hattinn á mér get ég ekki annað sagt en að ég hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland af þessu tilefni,“ segir Haukur Örn. Golf Garðabær Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Í tilkynningu frá Golfsambandi Íslands kemur fram að undirbúningur fyrir mótið, sem er í höndum GSÍ, Odds og Golfsambands Evrópu, sé nú þegar hafinn. Einu sinni áður hefur stórmót í golfi farið fram hér á landi en það var einnig á Urriðavelli, þegar EM kvenna var haldið þar sumarið 2016. Búast má við því að vel á annað hundrað keppendur, þjálfarar og fylgdarlið mæti á mótið þarnæsta sumar, frá 20 löndum. Keppendur verða fremstu áhugakylfingar Evrópu, úr hópi 18 ára kvenna og yngri. Evrópumót stúlknalandsliða fór fyrst fram árið 1991 og var haldið á tveggja ára fresti til ársins 1999 en hefur síðan verið haldið árlega. Mótið á Ísland verður númer 27 í röðinni. Síðast fór mótið fram í Slóvakíu og þar fögnuðu Þjóðverjar sigri. „Hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland“ Haukur Örn Birgisson er forseti Golfsambands Íslands sem og Golfsambands Evrópu. Í tilkynningu frá GSÍ segist hann meðal annars hlakka til að geta gefið erlendum keppendum færi á að heimsækja Íslands: „Við erum afar stolt af því að Ísland hafi verið valið sem áfangastaður fyrir Evrópumót í golfi. Evrópska golfsambandið var mjög ánægt með framkvæmdina árið 2016 og það sama má segja um keppendur í því móti. Evrópumót landsliða eru stærstu mót sem EGA stendur fyrir ár hvert og þessi mót eru ávallt haldin á bestu golfvöllum Evrópu. Í þessu vali felst því mikil viðurkenning fyrir Urriðavöll og félagsmenn í Golfklúbbnum Oddi. Með GSÍ-hattinn á mér hlakka ég mikið til áskorunarinnar sem felst í því að halda svona merkilegt golfmót og með EGA-hattinn á mér get ég ekki annað sagt en að ég hlakka til að veita stúlkunum færi á að heimsækja Ísland af þessu tilefni,“ segir Haukur Örn.
Golf Garðabær Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira