Aðferðir til að bregðast við eða fyrirbyggja ofbeldi á neti Þóra Jónsdóttir skrifar 9. febrúar 2021 10:01 Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Netöryggi Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Eftirfarandi fyrirsagnir hafa birst í fjölmiðlum á undanförnum vikum og mánuðum: „Barnaníð á netinu vaxandi vandamál í Covid“, „Börn með sjálfsvígshugsanir vegna nektarmynda“ og „Rannsakar peningagreiðslur netníðinga til barna“. Það er því miður ekki nýr sannleikur að börn séu áreitt eða verði fyrir ofbeldi á netinu. Börn sem lenda í slíku upplifa varnarleysi og foreldrar þeirra örvæntingu og ótta við skelfilegar afleiðingar þess, sem er skiljanlegt og ekki að ástæðulausu. En hvað er til ráða? Helst af öllu vilja Barnaheill og væntanlega allir, að komið sé í veg fyrir að börn verði fyrir því að nektarmynd af þeim fari á netið og sé dreift eða að þau verði fyrir annars konar áreiti eða ofbeldi á netinu. Vitanlega er engin töfralausn í boði frekar en við úrlausn annarra flókinna viðfangsefna. En það sem hægt er að gera þegar og ef myndefni sem sýnir ofbeldi gegn börnum fer á netið, svo sem ef nektarmynd af barni hefur farið í dreifingu, er að tilkynna það til Ábendingalínu Barnaheilla. Inni á vefsíðu Barnaheilla, er strokleður efst í hægra horninu. Með því að ýta á það opnast tilkynningarsíða sem er aldursskipt og hentar bæði börnum og fullorðnum. Tilkynningar er hægt að senda nafnlaust ef viðkomandi treystir sér ekki til að koma fram undir nafni. Það er þó alltaf betra að veita meiri upplýsingar en minni um það sem tilkynnt er um. Þannig aukast líkur á að hægt sé að finna ofbeldisefnið, hvort sem er í myndmáli eða texta, og mögulega láta fjarlægja af netinu. Til að draga úr líkum á því að barn verði fyrir ofbeldi eða áreiti á netinu er gott að hjálpa því og styðja í að öðlast færni í að segja frá vanlíðan og slæmri reynslu. Barnaheill hvetja foreldra til að bjóða börnum sínum reglulega til samtals um netöryggi og góð samskipti á netinu. Forvarnir gegn ofbeldi gegn börnum, á neti sem annars staðar, er samstarfsverkefni margra, en fyrst og fremst foreldra og skóla. Það er gott að gefa sér góðan tíma til að skapa rými fyrir samverustundir þar sem börn finna tækifæri til að tala um það sem á þeim brennur. Foreldrar nefna það stundum í samtölum við Barnaheill að þeim reynist erfitt að fá börnin sín til að tala og segja sér frá lífi sínu. Við hjá Barnaheillum hvetjum foreldra til að sýna forvitni, spyrja opinna og hvetjandi spurninga og hlusta vel á svör barna sinna. Það er ágæt aðferð að spyrja spurninga sem byrja á „hv..“, eins og „hvernig gengur hjá ykkur vinunum/vinkonunum?“, „hvaða leiki ertu að spila þessa dagana?“, „hverja ertu að spjalla við á netinu?“, „hvaða góðu hlutir hafa gerst í dag?, „hvaða erfiðu eða óþægilegir hlutir hafa gerst í dag?“ og álíka spurningar. Gott er að sýna virkan og styðjandi áhuga, hlusta og gera ekki væntingar um tiltekið svar eða ákveðnar upplýsingar, að sýna helst ekki vonbrigði eða gefa þau skilaboð að börnin hafi sagt eitthvað rangt. Vera frekar styðjandi og reiðubúið að aðstoða þau að tjá það sem þau langar að segja frá. Að skapa traust og hefð fyrir samtali í frjálsu flæði, hlusta og gefa tíma og rými fyrir barnið til að trúa foreldrum fyrir því sem skiptir það máli. Þannig aukast líkurnar á að barnið leiti til sinna nánustu þegar eitthvað erfitt kemur fyrir það. Það er alvarlegt mál og ólöglegt að deila nektarmyndum af barni eða öðru ofbeldisefni sem varðar barn á netið, hvort sem maður finnur þær eða fær sendar. Stöndum saman og vinnum gegn útbreiðslu ofbeldis gegn börnum á netinu. Ekki deila áfram. Tilkynntu til Ábendingalínu Barnaheilla. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun