Sakar Val um „algjöra meðalmennsku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 11:31 Illa hefur gengið hjá Val að undanförnu. vísir/hulda margrét Jón Halldór Eðvaldsson skilur ekki hvað Valsmönnum gengur til og sakar þá um meðalmennsku. Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í Domino's deild karla í gær, 85-78. Þetta var þriðja tap Valsmanna í röð en þeir eru í 10. sæti deildarinnar með einungis sex stig. Valsmenn gerðu sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu meðal annars Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox frá KR og Sinisa Bilic frá Tindastóli. Þá tók Finnur Freyr Stefánsson við þjálfun liðsins. Valur er hins ekki enn kominn með bandarískan leikmann og Jón Halldór skilur ekki af hverju liðið er ekki tilbúið. „Þú þarft að móta liðið þitt. Það er ekki búið að móta þetta Valslið. Þeir fá inn einhverja leikmenn, Kristó fer meiddur. Jón Arnór var í ágætis takti í dag [í gær], Pavel ekki en við vitum alveg hversu góður hann er,“ sagði Jón Halldór í Domino's Tilþrifunum í gær. Klippa: Domino's Tilþrifin - Umræða um Val „Þeir eru ekki með bandarískan leikmann og svo er Kristó meiddur. Þetta er vesen. Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að gera meira til að móta liðið sitt. Ég er ekki viss um að Jón Arnór, Pavel og Kristó séu þarna bara til að fá matarmiða. Þetta kostar fullt af peningum. Farðu inn í helvítis mótið og reyndu að vinna það. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi keypt þessa gæja til þess. Mér finnst þetta algjör meðalmennska og þú vinnur ekkert í meðalmennsku, ekki einu sinni í Ólsen.“ Síðasti leikur Vals fyrir landsleikjahléið er gegn toppliði Keflavíkur á föstudagskvöldið. Valsmenn fá þá tækifæri til að vinna aðeins annan heimaleikinn á tímabilinu. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. 8. febrúar 2021 09:30 Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum baa of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. 7. febrúar 2021 21:51 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 7. febrúar 2021 20:49 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Valur laut í lægra haldi fyrir Haukum í Domino's deild karla í gær, 85-78. Þetta var þriðja tap Valsmanna í röð en þeir eru í 10. sæti deildarinnar með einungis sex stig. Valsmenn gerðu sig gildandi á félagaskiptamarkaðnum fyrir tímabilið og fengu meðal annars Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox frá KR og Sinisa Bilic frá Tindastóli. Þá tók Finnur Freyr Stefánsson við þjálfun liðsins. Valur er hins ekki enn kominn með bandarískan leikmann og Jón Halldór skilur ekki af hverju liðið er ekki tilbúið. „Þú þarft að móta liðið þitt. Það er ekki búið að móta þetta Valslið. Þeir fá inn einhverja leikmenn, Kristó fer meiddur. Jón Arnór var í ágætis takti í dag [í gær], Pavel ekki en við vitum alveg hversu góður hann er,“ sagði Jón Halldór í Domino's Tilþrifunum í gær. Klippa: Domino's Tilþrifin - Umræða um Val „Þeir eru ekki með bandarískan leikmann og svo er Kristó meiddur. Þetta er vesen. Ég skil ekki af hverju þeir eru ekki búnir að gera meira til að móta liðið sitt. Ég er ekki viss um að Jón Arnór, Pavel og Kristó séu þarna bara til að fá matarmiða. Þetta kostar fullt af peningum. Farðu inn í helvítis mótið og reyndu að vinna það. Ég geri ráð fyrir að þeir hafi keypt þessa gæja til þess. Mér finnst þetta algjör meðalmennska og þú vinnur ekkert í meðalmennsku, ekki einu sinni í Ólsen.“ Síðasti leikur Vals fyrir landsleikjahléið er gegn toppliði Keflavíkur á föstudagskvöldið. Valsmenn fá þá tækifæri til að vinna aðeins annan heimaleikinn á tímabilinu. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Valur Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. 8. febrúar 2021 09:30 Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum baa of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. 7. febrúar 2021 21:51 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 7. febrúar 2021 20:49 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Vill að Stólarnir láti Nikolas Tomsick fara Nikolas Tomsick og félagar í liði Tindastóls fengu slæman skell á móti toppliði Keflavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds vill að Stólarnir sendi eina stjörnu liðsins til sín heima. 8. febrúar 2021 09:30
Finnur Freyr: Staðan er áhyggjuefni „Við komum flatir, þungir og hægir út í leikinn eins og hefur oft verið raunin í undanförnum leikjum. Við gröfum okkur ansi stóra holu í tvígang en náum að koma til baka í bæði skiptin. Haukarnir gera bara vel að standa af sér storminn þegar við erum að nálgast. Við eyðum baa of mikilli orku í þessi tvö áhlaup og náum svo ekki að fylgja því eftir,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals eftir 85-78 tap gegn Haukum þegar liðin mættust í Ólafssal. 7. febrúar 2021 21:51
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 85-78 | Haukar höfðu betur í fallbaráttuslagnum Botnlið Hauka vann góðan heimasigur á Val í Dominos deild karla í körfubolta í kvöld. 7. febrúar 2021 20:49