Kæri Ragnar! Kæru kjósendur Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2021 21:45 Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun