Kæri Ragnar! Kæru kjósendur Hólmfríður Árnadóttir skrifar 6. febrúar 2021 21:45 Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Hólmfríður Árnadóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Kæri Ragnar! Kæru kjósendur. Mig langar að svara grein þinni og vangaveltum enda mér málið skylt, bæði sem frambjóðandi og menntamanneskja. 1. Að mínu áliti er hlutverk menntakerfisins að mennta einstaklinga á sem fjölbreyttastan og bestan hátt. Horfa til fræða, þess sem vel gengur og síðast en ekki síst þeirra sem eiga að menntast, nemenda sjálfra. Þó sátt ríki um meginþætti menntakerfisins er mín skoðun sú að stórt framfaraskref þurfi að stíga i átt að sjálfbærni hvers skóla, jöfnuði nemenda, fjölbreyttra kennsluhátta og námsaðlögunar. Stokka má upp hlutverk nemenda og kennara og skipulag skólastarfs, já í raun er ég svo kræf að segja að við þurfum að endurskoða aðalnámskrár og menntakerfið allt með aukinni áherslu á nýsköpun, sjálfstæði, fjölbreytileika, sjálfbærni, skipulag og uppbyggingu kennsludagsins, val nemenda og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo dæmi séu tekin. 2. Menntamál eru mín köllun og þar er víðsýni og vilji til góðra verka lykilatriði, því er ég sammála. Ég segi að menntamálin séu stærsti málaflokkurinn, sá flóknasti og sá viðkvæmasti. Við erum þarna að vinna með fjöregg þjóðarinnar, allt frá börnum í leikskóla til nemenda fullorðinsfræðslunnar, í raun alla sem á einhvern hátt þiggja eða sækja sér menntun óháð skilgreiningum, lærdómssamfélagið okkar allra. Áskoranir eru margar og miklar en engin þeirra óyfirstíganleg ef við gerum þetta saman, nemendur, starfsfólk, forráðamenn og samfélagið allt. 3. Lykilorðið er samvinna því menntakerfið kemur okkur einmitt öllum við. Við þurfum að lyfta menntamálum upp á þann stall sem þau eiga skilið, án þess að þau séu yfir einhvern hafin eða málefni sem aðeins menntafólk má ræða. Við höfum öll eitthvað til menntamála að leggja og þau á að ræða alls staðar. Við eigum ógrynni frábærra kennara og annars starfsfólk skólakerfisins og ef einhver er viljugur til að deila reynslu og þekkingu þá er það þessi hópur fólks svo mikið veit ég eftir 20 ára starf í menntageiranum. Það þarf einnig að bjóða upp á mun fleiri og fjölbreyttari námsleiðir sem henta breiðum hópi nemenda og samfélaginu öllu og um leið gera öllum námsleiðum jafn hátt undir höfði. 4. Starfsþróun og aðlögunarhæfni eru einmitt það sem heimsfaraldurinn sýndi okkur að einkennir kennara þessa lands en einnig nýsköpun, samvinna og ígrundun. Nú býr starfsfólk skólanna yfir ógrynni nýrrar þekkingar og reynslu sem þarf að nýta við að efla og bæta menntakerfið. Það þarf að gerast meðan járnið er heitt. Skólafólk er einhuga, það tók stökkið fram á við, prófaði ótalmargt og nú er tími til endurmats og endurskipulagningar með þarfir nemenda að leiðarljósi! Í þeirri grósku sem yrði við endurskoðun á skólastarfi tel ég að fleiri muni koma til liðs við okkur skólafólk, áhugi á starfinu og virðing muni aukast og hver veit nema launin geri það einnig. Höfundur er menntunarfræðingur og frambjóðandi í 1. sæti á lista VG í Suðurkjördæmi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar