Hver á réttinn? Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 08:31 Nú stöndum við frammi fyrir því að vinna að styttingu vinnuvikunnar á yngsta skólastiginu, leikskólanum. Leikskólinn er reyndar einnig einn mikilvægasti þjónustuaðili hjá sveitafélögum ásamt því að vera eitt mest krefjandi vinnuumhverfi sem fagfólki í skólastarfi býðst að starfa í. Þetta þrennt vinnur oft á tíðum gegn hvert öðru þar sem leikskólinn er að mínu mati pólitískasta skólastigið þar sem það er nauðsynlegt að bjóða upp á ákveðna þjónustu sem tryggir jafnræði foreldra á vinnumarkaði en jafnframt huga að því hvaða afleiðingar slík þjónusta hefur á þjónustu við börnin sem þar dvelja oft á tíðum hátt í 80% af vökutíma sínum. Umræðan sem skapast hefur meðal þeirra sem starfa í leikskólum víðsvegar hefur verið á þá leið að áhyggjur hafa myndast af því að þetta ferli komi til með að bitna á faglegu starfi og þá sérstaklega vegna þess að það hefur verið stöðugt fráhvarf frá leikskólakennarastéttinni um nokkurt skeið eða í kjölfar breytinga er varða leyfisbréf á milli skólastiga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að leikskólakennarar leita annað í von um betra vinnuumhverfi. Stytting vinnuvikunnar ef vel er farið með getur vissulega haft jákvæð áhrif á vinnuumhverfi kennara ásamt auknum undirbúningstíma en það tvennt þýðir á sama tíma minni viðvera með börnum. Í leikskóla læra börn einna helst í gegnum leikinn, námsumhverfið þeirra er nánasta umhverfi þeirra á leikskólanum. Til þess að námsumhverfið standist kröfur eru mikilvægustu þættirnir þeir að barnið upplifi öryggi og vellíðan. Í Garðabæ eru leikskólagjöld hærri en tíðkast í öðrum sveitafélögum, það hefur verið rökstutt með gæðum þjónustu við börn og foreldra. Nú stöndum við frammi fyrir krefjandi áskorunum sem kallar á samvinnu stjórnenda, starfsmanna og sveitarfélagsins. Nú þegar í fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir 50% minni fjárhæð í þróunarsjóð í leikskólum Garðabæjar sem hefur verið gulrót í fagstarfi í skólastofnunum sveitarfélagsins. Starfsfólk á leikskólum hefur undanfarið ár starfað undir miklu álagi á tímum Covid og er verið að rannsaka áhrif þess á starfsemi leikskóla og nú er ljóst er að það mun taka sinn toll að innleiða styttingu vinnuvikunnar. Eins og sveitafélögin setja dæmið fram núna þá hafa skilaboðin verið þau að stytta eigi vinnutímann án þess að hækka kostnað og skerða þjónustu gagnvart börnunum en eins og þetta horfir við í raunveruleikanum þá skiptir einnig höfuðmáli að skerða ekki þjónustu gagnvart foreldrum. Viðhorf samfélagsins til leikskólans togast á í heimi þar sem konur, menn og börn þurfa nauðsynlega á því að halda að gæði skerðist ekki. Það er dæmi sem gengur illa upp og því fyrr sem sveitafélögin hefja samtal um raunverulegan kostnað eða skerðingu á þjónustu komumst við nær að því að leysa þetta verkefni á farsælan hátt. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stytting vinnuvikunnar Garðabær Harpa Þorsteinsdóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stöndum við frammi fyrir því að vinna að styttingu vinnuvikunnar á yngsta skólastiginu, leikskólanum. Leikskólinn er reyndar einnig einn mikilvægasti þjónustuaðili hjá sveitafélögum ásamt því að vera eitt mest krefjandi vinnuumhverfi sem fagfólki í skólastarfi býðst að starfa í. Þetta þrennt vinnur oft á tíðum gegn hvert öðru þar sem leikskólinn er að mínu mati pólitískasta skólastigið þar sem það er nauðsynlegt að bjóða upp á ákveðna þjónustu sem tryggir jafnræði foreldra á vinnumarkaði en jafnframt huga að því hvaða afleiðingar slík þjónusta hefur á þjónustu við börnin sem þar dvelja oft á tíðum hátt í 80% af vökutíma sínum. Umræðan sem skapast hefur meðal þeirra sem starfa í leikskólum víðsvegar hefur verið á þá leið að áhyggjur hafa myndast af því að þetta ferli komi til með að bitna á faglegu starfi og þá sérstaklega vegna þess að það hefur verið stöðugt fráhvarf frá leikskólakennarastéttinni um nokkurt skeið eða í kjölfar breytinga er varða leyfisbréf á milli skólastiga. Rannsóknir hafa sýnt fram á að leikskólakennarar leita annað í von um betra vinnuumhverfi. Stytting vinnuvikunnar ef vel er farið með getur vissulega haft jákvæð áhrif á vinnuumhverfi kennara ásamt auknum undirbúningstíma en það tvennt þýðir á sama tíma minni viðvera með börnum. Í leikskóla læra börn einna helst í gegnum leikinn, námsumhverfið þeirra er nánasta umhverfi þeirra á leikskólanum. Til þess að námsumhverfið standist kröfur eru mikilvægustu þættirnir þeir að barnið upplifi öryggi og vellíðan. Í Garðabæ eru leikskólagjöld hærri en tíðkast í öðrum sveitafélögum, það hefur verið rökstutt með gæðum þjónustu við börn og foreldra. Nú stöndum við frammi fyrir krefjandi áskorunum sem kallar á samvinnu stjórnenda, starfsmanna og sveitarfélagsins. Nú þegar í fjárhagsáætlunum er gert ráð fyrir 50% minni fjárhæð í þróunarsjóð í leikskólum Garðabæjar sem hefur verið gulrót í fagstarfi í skólastofnunum sveitarfélagsins. Starfsfólk á leikskólum hefur undanfarið ár starfað undir miklu álagi á tímum Covid og er verið að rannsaka áhrif þess á starfsemi leikskóla og nú er ljóst er að það mun taka sinn toll að innleiða styttingu vinnuvikunnar. Eins og sveitafélögin setja dæmið fram núna þá hafa skilaboðin verið þau að stytta eigi vinnutímann án þess að hækka kostnað og skerða þjónustu gagnvart börnunum en eins og þetta horfir við í raunveruleikanum þá skiptir einnig höfuðmáli að skerða ekki þjónustu gagnvart foreldrum. Viðhorf samfélagsins til leikskólans togast á í heimi þar sem konur, menn og börn þurfa nauðsynlega á því að halda að gæði skerðist ekki. Það er dæmi sem gengur illa upp og því fyrr sem sveitafélögin hefja samtal um raunverulegan kostnað eða skerðingu á þjónustu komumst við nær að því að leysa þetta verkefni á farsælan hátt. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun