Handbolti

Kvartaði yfir mót­tökunum í heima­bænum: „Tak­mörk fyrir því hversu heimskt fólk getur verið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jacobsen við komuna heim til Danmerkur á mánudaginn. Hér er hann myndaður á flugvellinum, Kastrup.
Jacobsen við komuna heim til Danmerkur á mánudaginn. Hér er hann myndaður á flugvellinum, Kastrup. EPA-EFE/Mads Claus Rasmussen

Það var mikið húllumhæ í heimabæ danska landsliðsþjálfarans, Nicolajs Jacobsen, er hann snéri aftur til heimabæjarins Thurø, eyju sem tilheyrir Fjóni, í fyrrakvöld.

Danir urðu heimsmeistarar á sunnudagskvöldið og vegna heimsfaraldursins voru engin stór hátíðarhöld við komu danska landsliðsins til landsins; hvorki á flugvellinum né á ráðhústorginu í Kaupmannahöfn.

Rúmlega þrjú þúsund búa á eyjunni Thurø, þar á meðal þjálfarinn Nikolaj Jacobsen, en hann snéri aftur til eyjunnar á mánudagskvöldið. Þar var haldin lítil heimkomuhátíð fyrir hann og ekki voru allir sáttir við það.

Einn íbúa eyjunnar hefur nú tilkynnt þennan fögnuð til lögreglunnar þar sem viðkomandi íbúi vill meina að fólk hafi brotið sóttvarnarreglur. Of margir hafi safnast saman og ekki hafi verið haldið fjarlægðartakmörkum.

„Þetta er alveg galið, þessi fögnuður sem bæjarfélagið hefur sett á laggirnar. Þegar maður sér myndir frá þessu þá getur maður séð að fólk stendur við hliðina á hvort öðru og er ekki með grímur. Það eru takmörk fyrir því hversu heimskt fólk getur verið,“ sagði viðkomandi borgari í samtali við fyens.dk. Hann vildi ekki láta nafn síns getið.

Lögreglan á Fjóni hefur staðfest að það hafi fengið þetta inn á borð til sín og nú íhugi hvað skuli gera. Því getur lögreglan ekki sagt á núverandi tímapunkti hvort farið verði lengra með málið eða hvort að einhverjir verði kærðir fyrir atvikið.

Hinum 49 ára Nikolaj var fagnað með danska fánanum, myndum og hamingjuóskum. Einnig fékk hann sex þúsund danskar krónur í gjafabréf í bruggsmiðju í bænum, því hann hafði óskað sér að fá sér gull bjór, sagði einn af íbúum bæjarins, eftir öll átökin.


Tengdar fréttir

Danir vörðu heims­meistara­titilinn

Danmörk er heimsmeistari í handbolta og vörðu þar með titilinn frá því á heimavelli árið 2019. Þeir höfðu betur gegn grönnum sínum í Svíþjóð, 26-24, í úrslitaleiknum í Egyptalandi í dag eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 13-13.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×