Körfubolti

Dæmdi átta hundraðasta leikinn í gær

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristinn Óskarsson í sérstakri treyju í tilefni af átta hundraðsta leiknum í efstu deild karla. Með honum á myndinni eru Davíð Tómas Tómasson og Aðalsteini Hjartarsyni sem dæmdu tímamótaleikinn með honum.
Kristinn Óskarsson í sérstakri treyju í tilefni af átta hundraðsta leiknum í efstu deild karla. Með honum á myndinni eru Davíð Tómas Tómasson og Aðalsteini Hjartarsyni sem dæmdu tímamótaleikinn með honum. kkí

Kristinn Óskarsson dæmdi sinn átta hundraðasta leik í efstu deild karla í gær þegar Grindavík tók á móti Stjörnunni.

Kristinn dæmdi sinn fyrsta leik 1988, eða fyrir 33 árum, þegar Njarðvík tók á móti Tindastóli. Kristinn dæmdi þann leik með Jóni Otta Jónssyni.

Tímabilið í ár er það 32. hjá Kristni í efstu deild karla. Hann var eitt ár á Spáni og dæmdi þá ekki í deildinni.

Auk þess að dæma átta hundruð leiki í efstu deild karla hefur Kristinn dæmt fjölmarga leiki í úrslitakeppni karla og í öðrum deildum.

Í gærkvöldi náði Kristinn Óskarsson þeim stóra áfanga að dæma sinn 800. leik í efstu deild karla, þegar hann dæmdi leik...

Posted by KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands on Tuesday, February 2, 2021

Grindavík vann leikinn í gær, 93-89. Kristinn dæmdi hann ásamt Davíð Tómasi Tómassyni og Aðalsteini Hjartarsyni.


Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×