Tvær flugur, eitt kjördæmi Starri Reynisson skrifar 1. febrúar 2021 10:30 Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. Sú staða skapar alvarlegan lýðræðishalla og undirstrikar þær gífurlegu brotalamir á íslensku lýðræði sem misvægi atkvæða er. Kosningarétturinn telst til grundvallarmannréttinda og misvægi atkvæða er gróf aðför að honum. Jöfnunarþingsætin eru tilraun til að leiðrétta misvægið án þess að breyta kjördæmaskipan eða fækka þingmönnum ákveðinna kjördæma um of. Þá hafa þingsæti einnig verið færð milli kjördæma til að reyna að draga beint úr misvæginu. Fjölgun á jöfnunarsætum og tilfærsla þingsæta milli kjördæma eru þó hvort tveggja eingöngu litlir plástrar á stórt sár. Það að gera landið að einu kjördæmi er farsælasta leiðin til að leiðrétta misvægið endanlega. Með þeirri leið sláum við tvær flugur í einu höggi, enda fengist ýmis ávinningur annar en eðlileg virðing fyrir lýðræðislegum réttindum fólks. Væri landið eitt kjördæmi myndi skapast stjórnmálaumhverfi þar sem kjörnir þingmenn vinna að hagsmunum landsins alls öllum til heilla, en ekki sérhagsmunum afmarkaðra svæða til að vinna sjálfum sér atkvæði. Ákvarðanataka myndi í auknum mæli miðast við hagsmuni heildarinnar og skaðlegt kostnaðarsamt kjördæmapot myndi heyra sögunni til. Það þarf ekki að þýða að eitthvert svæði yrði út undan, enda eru það hagsmunir höfuðborgarsvæðisins að landsbyggðin sé öflug og hagur landsbyggðarinnar að höfuðborgin sé það líka. Þetta væri vonandi til þess fallið að rígur milli landshluta myndi minnka og áratugagamalt “við og þið” viðhorf myndi deyja út. Við búum eftir allt saman í alþjóðavæddum heimi, samkeppnin um búsetu er ekki lengur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis heldur milli Íslands og annara landa. Það er samstarfsverkefni okkar allra að sjá til þess að Ísland sé samkeppnishæft, það er best að nálgast það verkefni sem ein heild í einu kjördæmi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Alþingi Kjördæmaskipan Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Í viðtali sem Ríkisútvarpið tók á dögunum við Ólaf Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, kom fram að jöfnunarsæti í kosningum til Alþingis séu of fá til að tryggja jöfnuð milli þingflokka í samræmi við atkvæðamagn á landsvísu. Sú staða skapar alvarlegan lýðræðishalla og undirstrikar þær gífurlegu brotalamir á íslensku lýðræði sem misvægi atkvæða er. Kosningarétturinn telst til grundvallarmannréttinda og misvægi atkvæða er gróf aðför að honum. Jöfnunarþingsætin eru tilraun til að leiðrétta misvægið án þess að breyta kjördæmaskipan eða fækka þingmönnum ákveðinna kjördæma um of. Þá hafa þingsæti einnig verið færð milli kjördæma til að reyna að draga beint úr misvæginu. Fjölgun á jöfnunarsætum og tilfærsla þingsæta milli kjördæma eru þó hvort tveggja eingöngu litlir plástrar á stórt sár. Það að gera landið að einu kjördæmi er farsælasta leiðin til að leiðrétta misvægið endanlega. Með þeirri leið sláum við tvær flugur í einu höggi, enda fengist ýmis ávinningur annar en eðlileg virðing fyrir lýðræðislegum réttindum fólks. Væri landið eitt kjördæmi myndi skapast stjórnmálaumhverfi þar sem kjörnir þingmenn vinna að hagsmunum landsins alls öllum til heilla, en ekki sérhagsmunum afmarkaðra svæða til að vinna sjálfum sér atkvæði. Ákvarðanataka myndi í auknum mæli miðast við hagsmuni heildarinnar og skaðlegt kostnaðarsamt kjördæmapot myndi heyra sögunni til. Það þarf ekki að þýða að eitthvert svæði yrði út undan, enda eru það hagsmunir höfuðborgarsvæðisins að landsbyggðin sé öflug og hagur landsbyggðarinnar að höfuðborgin sé það líka. Þetta væri vonandi til þess fallið að rígur milli landshluta myndi minnka og áratugagamalt “við og þið” viðhorf myndi deyja út. Við búum eftir allt saman í alþjóðavæddum heimi, samkeppnin um búsetu er ekki lengur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis heldur milli Íslands og annara landa. Það er samstarfsverkefni okkar allra að sjá til þess að Ísland sé samkeppnishæft, það er best að nálgast það verkefni sem ein heild í einu kjördæmi. Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun