Körfubolti

„Ef þeir ætla að vera í topp­bar­áttu þá geta þeir ekki verið með þennan þanka­gang“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Staða Stólanna var rædd í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Strákarnir vona að stjórnin sýni Baldri traust.
Staða Stólanna var rædd í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið. Strákarnir vona að stjórnin sýni Baldri traust.

Tindastóll er einungis með fjögur stig eftir fyrstu sex umferðirnar í Domino’s deild karla. Þeir töpuðu slagnum um Norðurland gegn Þór Akureyri á fimmtudagskvöldið.

Staða þeirra var til umræðu í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið og segir Benedikt Guðmundsson, einn spekingur þáttarins, segir að leikmenn Tindastóls nenni ekki að spila vörn.

„Stólarnir nenna ekkert að spila vörn. Það eru örfáir sem nenna að spila vörn. Við erum búnir að koma inn á þetta. Þeir halda ekki fyrir framan, þeir eru að horfa á boltann, þeir geta verið seinir aftur,“ sagði Benedikt.

„Svo á bara að bæta upp fyrir þetta hinu megin og menn taka þessu ekkert persónulega. Það er ekkert stolt í vörninni. Það á bara að vinna leikina í sókninni. Ef þeir ætla að vera í toppbaráttu þá geta þeir ekki verið með þennan þankagang.“

„Mér finnst allir vera að spila fyrir sig. Það vantar allt flæði og ég vil sjá allt öðruvísi taktík þarna. Það er ákveðinn maður sem á að vera stjórna þessu þarna og það er Pétur Rúnar. Hann á að vera með lykilinn að þessu,“ bætti Hermann Hauksson við.

Allt innslagið úr Domino’s Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan þar sem farið er ofan í kjölinn á gengi liðsins til þessa.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Tindastóll

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×