Tilfinning fyrir spillingu Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 29. janúar 2021 07:01 Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að spilling sé til staðar, ég hreinlega sé hana. Mínar tilfinningar gagnvart spillingu eru hins vegar margar og til staðar. Ég hef eftir 30 ár erlendis snúið aftur heim, með reynslu af afhjúpun spillingar erlendis og hef með ástfullum augum séð landið sem ég fæddist berjast við spillingu, innan við meingallað kerfi, sem virðist vera hannað til að viðhalda spillingu. Samtryggingin Það sem kom þjóðinni í gegnum erfiðustu stundirnar er akkúrat það sem við þurfum að skilja við til að ná þeim þroska og framþróun sem mun koma okkur á farsælastan hátt inn í framtíðina: samtryggingin. Samtryggingin sem kom okkur í gegnum erfiða vetra, sem mótaði okkur og sem kom okkur til þeirra farsældar sem við njótum núna er orðin grunnstoð spillingarinnar. Svo mikið að við erum búin að minnka merkingu orðsins til einungis lagalegrar merkingu orðsins. En spilling er mikið meira en það. Gaslýsingin Orð ráðherra um mælingar Transparency International á spillingu falla akkúrat í þennan þekkta gaslýsingar farveg þar sem reynt er að gera lítið úr skýrslum og sérfræðingum sem benda á spillinguna sem er til staðar á Íslandi. Transparency International birtir á hverju ári spillingarvísitölu flestra landa heimsins og eru löndin metin samkvæmt opinni og aðgengilegri aðferðarfræði. Að hafa í höndum er ekki það sama og tilfinning kveður ráðherra, en hann ætti kannski að líta til þess að hér á landi finnast talsvert mörg dæmi um akkúrat spillingu, því í merkingu orðsins felst margt og mikið meira en einungis lagaleg túlkun þess. Spilling er misbeiting valds í þágu eigins gróða, spilling er í bakherbergjum, á gráum svæðum og kerfislæg á Íslandi. Að sitja semfastast áfram á þingi í trausti almennings, með möntruna löglegt en siðlaust er hreinlega okkur öllum til skammar. Ég vil vera stolt af Íslandi, af íslenskum afrekum, af stjórnmálunum okkar. Ég vil taka þátt í stjórnmálum sem eru til fyrirmyndar. Gaslýsingar og frekja er í andstæðu við þá ósk. Að sjóða þessa skýrslu niður í svokallaðar tilfinningar manna er vanvirðing við þjóðina sem þarf að byggja sig upp aftur og aftur og orð hans leiða bersýnilega í ljós hugsjón og sjónarmið fortíðarfrekju sem heldur að það sé styrkleiki að standa á sömu gömlu gaslýsingartöktunum og halda að enginn fylgist með og allt verður gleymt á morgun. Framtíðin Tækifæri Íslands til að takast á við spillingu eru mörg. Þau er að finna innan við hið opinbera, í kerfunum okkar allra, í fjölskyldum og einstaklingum en byrjum kannski með tilmælum GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem ráðherra vísar í sem tilfinningar manna, og sem á síðasta ári tóku sérstaklega fram í skýrslu sinni árið 2020 að efling á trausti almennings gagnvart framkvæmdavaldi og löggæslustofnunum er grundvöllur heilbrigðs samfélags. Eitthvað sem hefur því miður ekki tekist hjá núverandi ríkisstjórn. Þessar svokölluðu tilfinningar lýsa því sem almenningur sjálfur hefur bent á: við hreinlega treystum ekki fulltrúalýðræðinu og stofnunum þess og lítið hefur verið gert til að styrka það traust. Við getum samt haft áhrif. Við fólkið, fjölskyldurnar og einstaklingarnir. Við veljum - oftar en á fjögurra á fresti - hvernig við viljum vera, sem einstaklingar, sem samfélag, sem þjóð. Fulltrúalýðræðið fjallar ekki einungis um að ekki kjósa frekjukarla, dónakarla eða þau sem standa vörð um kerfislæga spillingu. Við breytum samfélaginu öll með því að velja gagnsæið á hverjum degi, við að setja mörk og já, fylgja tilfinningum okkar. Því innsæið segir okkur margt og mikið, því má ekki gleyma. Höfundur er bugaður af núverandi ástandi og sækist eftir breytingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oktavía Hrund Jónsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég hef ekki tilfinningu fyrir því að spilling sé til staðar, ég hreinlega sé hana. Mínar tilfinningar gagnvart spillingu eru hins vegar margar og til staðar. Ég hef eftir 30 ár erlendis snúið aftur heim, með reynslu af afhjúpun spillingar erlendis og hef með ástfullum augum séð landið sem ég fæddist berjast við spillingu, innan við meingallað kerfi, sem virðist vera hannað til að viðhalda spillingu. Samtryggingin Það sem kom þjóðinni í gegnum erfiðustu stundirnar er akkúrat það sem við þurfum að skilja við til að ná þeim þroska og framþróun sem mun koma okkur á farsælastan hátt inn í framtíðina: samtryggingin. Samtryggingin sem kom okkur í gegnum erfiða vetra, sem mótaði okkur og sem kom okkur til þeirra farsældar sem við njótum núna er orðin grunnstoð spillingarinnar. Svo mikið að við erum búin að minnka merkingu orðsins til einungis lagalegrar merkingu orðsins. En spilling er mikið meira en það. Gaslýsingin Orð ráðherra um mælingar Transparency International á spillingu falla akkúrat í þennan þekkta gaslýsingar farveg þar sem reynt er að gera lítið úr skýrslum og sérfræðingum sem benda á spillinguna sem er til staðar á Íslandi. Transparency International birtir á hverju ári spillingarvísitölu flestra landa heimsins og eru löndin metin samkvæmt opinni og aðgengilegri aðferðarfræði. Að hafa í höndum er ekki það sama og tilfinning kveður ráðherra, en hann ætti kannski að líta til þess að hér á landi finnast talsvert mörg dæmi um akkúrat spillingu, því í merkingu orðsins felst margt og mikið meira en einungis lagaleg túlkun þess. Spilling er misbeiting valds í þágu eigins gróða, spilling er í bakherbergjum, á gráum svæðum og kerfislæg á Íslandi. Að sitja semfastast áfram á þingi í trausti almennings, með möntruna löglegt en siðlaust er hreinlega okkur öllum til skammar. Ég vil vera stolt af Íslandi, af íslenskum afrekum, af stjórnmálunum okkar. Ég vil taka þátt í stjórnmálum sem eru til fyrirmyndar. Gaslýsingar og frekja er í andstæðu við þá ósk. Að sjóða þessa skýrslu niður í svokallaðar tilfinningar manna er vanvirðing við þjóðina sem þarf að byggja sig upp aftur og aftur og orð hans leiða bersýnilega í ljós hugsjón og sjónarmið fortíðarfrekju sem heldur að það sé styrkleiki að standa á sömu gömlu gaslýsingartöktunum og halda að enginn fylgist með og allt verður gleymt á morgun. Framtíðin Tækifæri Íslands til að takast á við spillingu eru mörg. Þau er að finna innan við hið opinbera, í kerfunum okkar allra, í fjölskyldum og einstaklingum en byrjum kannski með tilmælum GRECO, samtaka ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, sem ráðherra vísar í sem tilfinningar manna, og sem á síðasta ári tóku sérstaklega fram í skýrslu sinni árið 2020 að efling á trausti almennings gagnvart framkvæmdavaldi og löggæslustofnunum er grundvöllur heilbrigðs samfélags. Eitthvað sem hefur því miður ekki tekist hjá núverandi ríkisstjórn. Þessar svokölluðu tilfinningar lýsa því sem almenningur sjálfur hefur bent á: við hreinlega treystum ekki fulltrúalýðræðinu og stofnunum þess og lítið hefur verið gert til að styrka það traust. Við getum samt haft áhrif. Við fólkið, fjölskyldurnar og einstaklingarnir. Við veljum - oftar en á fjögurra á fresti - hvernig við viljum vera, sem einstaklingar, sem samfélag, sem þjóð. Fulltrúalýðræðið fjallar ekki einungis um að ekki kjósa frekjukarla, dónakarla eða þau sem standa vörð um kerfislæga spillingu. Við breytum samfélaginu öll með því að velja gagnsæið á hverjum degi, við að setja mörk og já, fylgja tilfinningum okkar. Því innsæið segir okkur margt og mikið, því má ekki gleyma. Höfundur er bugaður af núverandi ástandi og sækist eftir breytingum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun