Viðskipti innlent

Birkir nýr markaðs­stjóri Stor­ytel á Ís­landi

Eiður Þór Árnason skrifar
Birkir Ágústsson segir Storytel stefna á frekari vöxt hér á landi.
Birkir Ágústsson segir Storytel stefna á frekari vöxt hér á landi. Aðsend

Birkir Ágústsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Storytel á Íslandi. Hann hefur undanfarin ár stýrt markaðs- og kynningarmálum fyrir Sjónvarp Símans Premium og Enska boltann á Síminn Sport. Áður starfaði hann hjá 365 miðlum um árabil og stýrði þar kynningardeild Stöðvar 2 og Stöðvar 2 Sport.

Fram kemur í tilkynningu frá Storytel að Birkir sé með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá Háskóla Íslands. Þá er hann sagður hafa sterkan grunn í markaðs- og kynningarmálum og unnið með stærstu sjónvarpsbirgjum í heimi, þar á meðal HBO, Walt Disney, Showtime og English Premier League.

Birkir segist hlakka til að koma sér vel fyrir í nýju hlutverki og hjálpa Storytel að stefna á frekari vöxt hér á landi. Fyrirtækið sé í mikilli sókn og með yfir eina og hálfa milljón áskrifenda á heimsvísu.

„Hljóðbækur eru orðnar hluti af daglegu lífi okkar og ég er spenntur fyrir því að taka þátt í þessari uppbyggingu,“ segir hann í samtali við Vísi. Birkir er í sambúð með Ásu Guðrúnu Guðmundsdóttir og eiga þau saman tvö börn.

„Það er gott að fá Birki í okkar ört vaxandi teymi, við þurfum reynslumikið fólk sem hjálpar okkur að stækka enn frekar á spennandi markaði,“ er haft eftir Stefáni Hjörleifssyni, landstjóra Storytel á Íslandi, í tilkynningu frá fyrirtækinu.


Tengdar fréttir

Samruni Storytel og Forlagsins blásinn af

Ekki verður af fyrirhuguðum samruna Forlagsins og Storytel sem tilkynnt var um í sumar. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu Storytel og Forlagsins, þar sem einnig er greint frá undirritun „langtímasamnings“ milli fyrirtækjanna um dreifingu hljóð- og rafbóka. Teikn voru á lofti um að Samkeppniseftirlitið myndi ekki samþykkja samrunann, að sögn landsstjóra Storytel á Íslandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×