Sóknarfæri í sjálfbærni á Íslandi Bjarni Herrera og Benoit Cheron skrifa 28. janúar 2021 12:31 KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar