Sóknarfæri í sjálfbærni á Íslandi Bjarni Herrera og Benoit Cheron skrifa 28. janúar 2021 12:31 KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun