Sóknarfæri í sjálfbærni á Íslandi Bjarni Herrera og Benoit Cheron skrifa 28. janúar 2021 12:31 KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun