Sóknarfæri í sjálfbærni á Íslandi Bjarni Herrera og Benoit Cheron skrifa 28. janúar 2021 12:31 KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
KPMG á alþjóðavísu gaf nýlega út skýrslu undir heitinu „The Time has Come“ eða „Stundin er runnin upp“. Hún byggir á könnun á sjálfbærniskýrslugjöf 5.200 fyrirtækja, þeim 100 stærstu í 52 löndum. Þetta er í ellefta sinn frá árinu 1993 sem KPMG gerir könnun af þessu tagi og í fyrsta skipti sem Ísland er þátttakandi. Heitið vísar í niðurstöður skýrslunnar sem sýna að sjálfbærniskýrslur eru að verða órjúfanlegur þáttur í upplýsingagjöf allra stærri fyrirtækja. Tækifæri á Íslandi Könnun KPMG leiddi í ljós að 80% af þeim fyrirtækjum sem hún tekur til gefa út skýrslu um sjálfbærni (þ.e. um umhverfismál, félagslega þætti og stjórnarhætti sem og aðra ófjárhagsleg atriði) og er það hlutfall 96% ef horft er til 250 stærstu fyrirtækja heims. Hlutfallið er hæst í Norður- og Suður-Ameríku eða 90%, 84% í Asíu, 77% í Evrópu og 59% í Afríku og Mið-Austurlöndum. Af stærstu fyrirtækjum Íslands gefa 52% út slíkar skýrslur sem er nokkuð lægra en á hinum Norðurlöndunum þar sem hlutfallið er 98% í Svíþjóð, 82% í Finnlandi og 77% í Noregi. Áhugavert er að við fyrstu útgáfu skýrslunnar, árið 1993, voru aðeins 12% fyrirtækja sem gáfu út sjálfbærniskýrslur. Þessi þróun er knúin áfram af mörgum þáttum. Meðal annars, auknar laga- og reglugerðabreytingar, m.a. í Evrópusambandinu, sem munu koma í lög á Íslandi innan tíðar. Þá hefur fjármálamarkaður, t.d. lífeyrissjóðir og bankar, orðið meðvitaðri um áhrif sjálfbærni á rekstrarlega afkomu og bætta samkeppnisstöðu og því beitt sér fyrir að fyrirtækin sem þeir fjárfesta í eða lána til séu að stýra sjálfbærniáhættum með markvissari hætti. Íslensk fyrirtæki virðast af þessum niðurstöðum vera eftirbátur fyrirtækja í öðrum löndum, en þó ber að hafa þann fyrirvara á svona samanburði að 100 stærstu fyrirtækin á Íslandi eru mun minni en þau 100 stærstu í flestum öðrum löndum. Fyrri skýrslur KPMG gefa til kynna að þróunin getur verið mjög hröð og því sýna þessar niðurstöður fyrst og fremst að hjá íslenskum fyrirtækjum er mikið ónýttum tækifærum á sviði sjálfbærni. Við búumst við að strax á fyrri helmingi ársins 2021 muni skýrslum fjölga vegna rekstrarársins 2020. Aukin sjálfbærni, meiri árangur Sjálfbærniskýrslur lýsa framgangi fyrirtækja í umhverfis- og loftslagsmálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þær eru því lykiltól við miðlun upplýsinga um þessa þætti til mismunandi hagaðila, s.s. viðskiptavina, birgja, lánveitenda, fjárfesta, eftirlitsaðila, stjórnarmanna og síðast en ekki síst starfsfólks. Allir þessir hagaðilar geta haft áhuga á þessum upplýsingum frá mismunandi sjónarhornum. En það sem gæti verið sammerkt með þeim er að þau vilja sjá fyrirtækin blómstra og dafna. Sjálfbærniskýrslur sýna að fyrirtæki eru meðvituð um þau jákvæðu og neikvæðu áhrif sem þau hafa og eru að reyna að lágmarka þau neikvæðu og hámarka þau jákvæðu. Með réttum áherslum á sjálfbærni eru meiri líkur á að fyrirtæki geti skilað samkeppnishæfri ávöxtun. Þannig geta þau náð fram ábata í rekstri, s.s. aukningu í tekjum, kostnaðarhagræði, verið betur undirbúin fyrir laga- og reglugerðarbreytingar og laðað til sín og haldið í besta starfsfólkið. Þannig styrkja þau samkeppnisstöðu sína og tryggja að þau geti innleyst þann virðisauka sem aukin sjálfbærni getur skapað. KPMG er leiðandi í sjálfbærniráðgjöf Þau fyrirtæki sem vilja hefja sína vegferð í átt að sjálfbærni eða einfaldlega ná meiri árangri þurfa að vanda til verka. Mikilvægt er að vinna sjálfbærniskýrslur samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum og vísindalegum aðferðum. Þá sýnir skýrslan að meirihluti fyrirtækjanna notast við staðfestingu utanaðkomandi aðila til þess að tryggja áreiðanleika. Mikil þróun mun eiga sér stað á næstu árum hvað varðar sjálfbærniskýrslugjöf. Fimm helstu alþjóðlegu stofnanirnar sem gefa út leiðbeiningar um slíka skýrslugjöf, CDP, CDSB, IIRC, SASB og GRI hafa gefið út að þau muni vinna saman að því að samhæfa og straumlínulaga sína nálgun. Þá hafa stóru endurskoðunar- og ráðgjafarafyrirtækin fjögur KPMG, PwC, EY og Deloitte unnið saman með World Economic Forum að því að samhæfa þeirra nálgun á málaflokkinn. Um áramótin sameinuðu KPMG á Íslandi og CIRCULAR Solutions krafta sína til að mynda leiðandi teymi á sviði sjálfbærniráðgjafar. Okkar markmið er að beita faglegum, viðurkenndum, vísindalegum nálgunum og bestu starfsvenjum við það að hraða vegferðinni að sjálfbærni og aðstoða þannig við sköpun verðmæta. Bjarni Herrera, verkefnastjóri í sjálfbærni og Benoit Cheron, sérfræðingur í sjálfbærni hjá KPMG
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun