Læknamistök Davíð Þór Þorvaldsson skrifar 28. janúar 2021 10:30 Ég hef aldrei verið hrifinn af orðinu sem hér er notað sem fyrirsögn. Öll gerum við mistök, líka læknar. En þegar margþætt og flókin þjónustu er veitt, líkt og heilbrigðisþjónusta, eru önnur og fleiri atriði sem geta komið upp. Má þar nefna í dæmaskyni fylgikvilla meðferðar, vangreining á sjúkdómum og val á þeirri meðferð sem beitt er. Öll þessi tilvik eru gjarnan flokkuð sem læknamistök í daglegu tali en eru í raun sjúklingatryggingaratvik þó að hluta þeirra megi sannarlega rekja til mistaka. Þannig er hægt að verða fyrir sjaldgæfum og alvarlegum fylgikvilla í aðgerð sem framkvæmd er á faglegan máta. Sjúklingatrygging Sjúklingatrygging er lögbundin og sjálfstæð trygging sem fæstir kannast við enda hefur hún ekki verið kynnt sem skyldi síðan lög um sjúklingatryggingu tóku gildi í upphafi árs 2001. Ég hef reyndar sjaldan hitt einstakling sem kannast við trygginguna án þess að hafa þurft að nýta sér hana, það er mjög miður. Lýsa má tryggingunni með nokkurri einföldun að hún komi til skoðunar þegar sjúklingur verður fyrir tjóni vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks en jafnvel mikilvægara er að hún tekur einnig á öðrum þáttum, svo sem alvarlegum og sjaldgæfum fylgikvillum, því að meðferð var ekki hagað eins vel og unnt hefði verið og ef beita hefði mátt annarri meðferð og þannig komast hjá tjóni. Sjúklingatrygging er ekki trygging sem einstaklingar þurfa að kaupa, hún er til staðar og hefur verið það frá árinu 2001. Ólíkt því sem almennt gerist þegar sækja á bætur fyrir tjón þá þarf tjónþoli ekki að sanna vanrækslu, mistök eða nokkra aðra vankanta á meðferð. Slíkt kemur auðvitað líka til skoðunar en sjúklingatrygging er í raun trygging sem ríkið ákvað að veita sjúklingum til að grípa afmörkuð tilvik sem upp koma og eru almennt ekki bótaskyld samkvæmt skaðabótalögum. Vert er að nefna að heilbrigðisráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem nú er orðið að lögum sem fellir mögulegar afleiðingar af bólusetningu vegna COVID-19 inn í trygginguna en almennt er tjón vegna lyfja ekki bætt á grunni laganna. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna bólusetningar fyrir COVID-19 ættu því að kanna rétt sinn á grunni laga um sjúklingatryggingu. Mikilvægt skref og framsækið hjá ráðherra. Þetta kann að virðast flókið við fyrstu sýn enda geta mál sem þessi sannarlega verið það en aðalatriðið er að lesendur taki þá vitneskju frá lestrinum að til sé trygging sem heitir sjúklingatrygging og að hún komi til skoðunar þegar heilbrigðisþjónusta fer ekki á þann veg sem stemmt var að og tjón verður. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem fallið gæti undir sjúklingatryggingu er bent á að skila inn umsókn til Sjúkratrygginga Íslands. Sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sjálfstætt starfandi er leitað til tryggingarfélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns. Umsókn er án kostnaðar fyrir umsækjanda ef viðkomandi sér sjálfur um að tilkynna málið og fylgja því eftir. Rétt er að taka fram að málin geta verið nokkuð flókin og því gjarnan tafsöm eins og önnur mál sem varða líkamstjón. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í sjúklingatryggingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tryggingar Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei verið hrifinn af orðinu sem hér er notað sem fyrirsögn. Öll gerum við mistök, líka læknar. En þegar margþætt og flókin þjónustu er veitt, líkt og heilbrigðisþjónusta, eru önnur og fleiri atriði sem geta komið upp. Má þar nefna í dæmaskyni fylgikvilla meðferðar, vangreining á sjúkdómum og val á þeirri meðferð sem beitt er. Öll þessi tilvik eru gjarnan flokkuð sem læknamistök í daglegu tali en eru í raun sjúklingatryggingaratvik þó að hluta þeirra megi sannarlega rekja til mistaka. Þannig er hægt að verða fyrir sjaldgæfum og alvarlegum fylgikvilla í aðgerð sem framkvæmd er á faglegan máta. Sjúklingatrygging Sjúklingatrygging er lögbundin og sjálfstæð trygging sem fæstir kannast við enda hefur hún ekki verið kynnt sem skyldi síðan lög um sjúklingatryggingu tóku gildi í upphafi árs 2001. Ég hef reyndar sjaldan hitt einstakling sem kannast við trygginguna án þess að hafa þurft að nýta sér hana, það er mjög miður. Lýsa má tryggingunni með nokkurri einföldun að hún komi til skoðunar þegar sjúklingur verður fyrir tjóni vegna mistaka heilbrigðisstarfsfólks en jafnvel mikilvægara er að hún tekur einnig á öðrum þáttum, svo sem alvarlegum og sjaldgæfum fylgikvillum, því að meðferð var ekki hagað eins vel og unnt hefði verið og ef beita hefði mátt annarri meðferð og þannig komast hjá tjóni. Sjúklingatrygging er ekki trygging sem einstaklingar þurfa að kaupa, hún er til staðar og hefur verið það frá árinu 2001. Ólíkt því sem almennt gerist þegar sækja á bætur fyrir tjón þá þarf tjónþoli ekki að sanna vanrækslu, mistök eða nokkra aðra vankanta á meðferð. Slíkt kemur auðvitað líka til skoðunar en sjúklingatrygging er í raun trygging sem ríkið ákvað að veita sjúklingum til að grípa afmörkuð tilvik sem upp koma og eru almennt ekki bótaskyld samkvæmt skaðabótalögum. Vert er að nefna að heilbrigðisráðherra lagði nýverið fram frumvarp sem nú er orðið að lögum sem fellir mögulegar afleiðingar af bólusetningu vegna COVID-19 inn í trygginguna en almennt er tjón vegna lyfja ekki bætt á grunni laganna. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni vegna bólusetningar fyrir COVID-19 ættu því að kanna rétt sinn á grunni laga um sjúklingatryggingu. Mikilvægt skref og framsækið hjá ráðherra. Þetta kann að virðast flókið við fyrstu sýn enda geta mál sem þessi sannarlega verið það en aðalatriðið er að lesendur taki þá vitneskju frá lestrinum að til sé trygging sem heitir sjúklingatrygging og að hún komi til skoðunar þegar heilbrigðisþjónusta fer ekki á þann veg sem stemmt var að og tjón verður. Þau sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni sem fallið gæti undir sjúklingatryggingu er bent á að skila inn umsókn til Sjúkratrygginga Íslands. Sé viðkomandi heilbrigðisstarfsmaður sjálfstætt starfandi er leitað til tryggingarfélags viðkomandi heilbrigðisstarfsmanns. Umsókn er án kostnaðar fyrir umsækjanda ef viðkomandi sér sjálfur um að tilkynna málið og fylgja því eftir. Rétt er að taka fram að málin geta verið nokkuð flókin og því gjarnan tafsöm eins og önnur mál sem varða líkamstjón. Höfundur er lögfræðingur og sérfræðingur í sjúklingatryggingu.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar