Stór farþegaþota rifin í fyrsta sinn á Íslandi Kristján Már Unnarsson skrifar 27. janúar 2021 10:50 Síðasta hjólastellinu ýtt frá skrokknum. Egill Aðalsteinsson Fyrsta niðurrif farþegaþotu, sem fram fer hérlendis, er langt komið í Keflavík. Flugvirkjar Icelandair luku í dag við að ná síðasta hjólastellinu undan Boeing-þotu en flugstjórnarklefinn fer svo á flugsafnið á Akureyri. Hún hét Surtsey, hefði orðið þrítug í vor og var þriðja 757 þotan sem Icelandair keypti nýja beint frá Boeing. En það er komið að leiðarlokum. Í gömlu flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvell er verið að búta hana niður, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hérlendis. Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Það er ánægjulegt í þessu ástandi sem er í dag að fá tækifæri sem þetta til þess að geta haldið fólki í vinnu. Það eru alveg tíu til ellefu flugvirkjar sem hafa haft vinnu við þetta í einn og hálfan mánuð,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Í dag luku flugvirkjar félagsins við að ná síðasta hjólastellinu undan. Að sögn Harðar snýst verkefnið að stórum hluta um að bjarga verðmætum. „Það eru hátt í tvöþúsund íhlutir sem við erum að taka úr þessari vél,“ segir Hörður. Þeir nýtist áfram með mismunandi hætti. Sumir komi alveg heilir, séu þá vottaðir og fari inn á varahlutalager. Aðrir fari beint í viðhald á viðkomandi verkstæði. Hjólastellin úr þessari tilteknu vél nýtast þó ekki áfram þar sem líftíma þeirra er lokið. Hreyflarnir eru verðmætastir þess sem fer í endurnotkun og eru þegar komnir inn í viðhaldsstöð Icelandair. Þá segir Hörður mikil verðmæti felast í mörgum tölvukössum sem nýlega hafi verið settir í flugvélina. Lokaferlið er framundan, að setja flugvélaskrokkinn í málmpressuna. „Ál er verðmætur málmur og við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð og koma því rétta leið í endurvinnslu,“ segir tæknistjórinn. Þotan Surtsey í gamla Varnarliðsskýlinu á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þó sleppur framhlutinn með flugstjórnarklefanum. „Við erum búnir að lofa honum á flugsafnið á Akureyri þar sem þetta þykir áhugaverð og skemmtileg flugvél til að geyma. Restin fer í endurvinnslu.“ Sem helsti burðarklár Icelandair undanfarna þrjá áratugi hafa Boeing 757 þoturnar þegar skapað sér stóran sess í flugsögu Íslands. Þetta er sú flugvélartegund sem án nokkurs vafa hefur flutt flesta Íslendinga og raunar fleiri ferðamenn til og frá landinu en nokkurt annað farartæki. Flugvélin Surtsey, TF-FIJ, rann út úr Boeing-verksmiðjunum í maí árið 1991. Icelandair leigði hana fyrstu tvö árin til Britannia Airways en þar hét hún David Livingstone. Frá árinu 1993 var hún í þjónustu Icelandair og náði alls um 114 þúsund flugstundum á lofti. Sérfróðir menn telja að hún gæti hafa átt metið yfir flognar stundir á þessari flugvélartegund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Boeing Umhverfismál Keflavíkurflugvöllur Surtsey Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Hún hét Surtsey, hefði orðið þrítug í vor og var þriðja 757 þotan sem Icelandair keypti nýja beint frá Boeing. En það er komið að leiðarlokum. Í gömlu flugskýli Varnarliðsins á Keflavíkurflugvell er verið að búta hana niður, en þetta er í fyrsta sinn sem slíkt er gert hérlendis. Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair.Egill Aðalsteinsson „Það er ánægjulegt í þessu ástandi sem er í dag að fá tækifæri sem þetta til þess að geta haldið fólki í vinnu. Það eru alveg tíu til ellefu flugvirkjar sem hafa haft vinnu við þetta í einn og hálfan mánuð,“ segir Hörður Már Harðarson, tæknistjóri viðhaldsstöðvar Icelandair, í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Í dag luku flugvirkjar félagsins við að ná síðasta hjólastellinu undan. Að sögn Harðar snýst verkefnið að stórum hluta um að bjarga verðmætum. „Það eru hátt í tvöþúsund íhlutir sem við erum að taka úr þessari vél,“ segir Hörður. Þeir nýtist áfram með mismunandi hætti. Sumir komi alveg heilir, séu þá vottaðir og fari inn á varahlutalager. Aðrir fari beint í viðhald á viðkomandi verkstæði. Hjólastellin úr þessari tilteknu vél nýtast þó ekki áfram þar sem líftíma þeirra er lokið. Hreyflarnir eru verðmætastir þess sem fer í endurnotkun og eru þegar komnir inn í viðhaldsstöð Icelandair. Þá segir Hörður mikil verðmæti felast í mörgum tölvukössum sem nýlega hafi verið settir í flugvélina. Lokaferlið er framundan, að setja flugvélaskrokkinn í málmpressuna. „Ál er verðmætur málmur og við ætlum að sýna samfélagslega ábyrgð og koma því rétta leið í endurvinnslu,“ segir tæknistjórinn. Þotan Surtsey í gamla Varnarliðsskýlinu á Keflavíkurflugvelli.Egill Aðalsteinsson Þó sleppur framhlutinn með flugstjórnarklefanum. „Við erum búnir að lofa honum á flugsafnið á Akureyri þar sem þetta þykir áhugaverð og skemmtileg flugvél til að geyma. Restin fer í endurvinnslu.“ Sem helsti burðarklár Icelandair undanfarna þrjá áratugi hafa Boeing 757 þoturnar þegar skapað sér stóran sess í flugsögu Íslands. Þetta er sú flugvélartegund sem án nokkurs vafa hefur flutt flesta Íslendinga og raunar fleiri ferðamenn til og frá landinu en nokkurt annað farartæki. Flugvélin Surtsey, TF-FIJ, rann út úr Boeing-verksmiðjunum í maí árið 1991. Icelandair leigði hana fyrstu tvö árin til Britannia Airways en þar hét hún David Livingstone. Frá árinu 1993 var hún í þjónustu Icelandair og náði alls um 114 þúsund flugstundum á lofti. Sérfróðir menn telja að hún gæti hafa átt metið yfir flognar stundir á þessari flugvélartegund. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Boeing Umhverfismál Keflavíkurflugvöllur Surtsey Tengdar fréttir Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08 Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00 Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36 Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Fjórar Boeing 757 þotur Icelandair sendar í niðurrif á næstu vikum Icelandair hefur ákveðið að senda fjórar af Boeing 757 þotum sínum í niðurrif á næstu vikum. Var fyrstu vélinni flogið frá Keflavíkurflugvelli nú fyrir hádegi til Kansas í Bandaríkjunum í þessu skyni. 8. október 2020 10:08
Þoturnar voru 36 í fyrra, núna duga 2-3 til að flytja farþegana Icelandair er að taka sextán Boeing 757 þotur úr notkun um þessar mundir. Níu þeirra fara til geymslu í bandarískri eyðimörk en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti, meðal annars í Keflavík. 9. október 2020 22:00
Þrítugar 757-þotur þurfa að endast lengur hjá Icelandair Icelandair gerir ekki ráð fyrir að MAX-þoturnar nýtist félaginu næsta sumar og neyðist því til að halda elstu Boeing 757-þotum sínum enn lengur í rekstri en meðalaldur þeirra hjá félaginu er orðinn 24 ár. 22. janúar 2020 21:36