Viðskipti innlent

Diljá stýrir snjall­væðingu hjá Veitum

Atli Ísleifsson skrifar
Diljá Rudólfsdóttir.
Diljá Rudólfsdóttir. Veitur

Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Veitum. Þar kemur fram að Diljá hafi útskrifast með B.Sc. gráðu í gervigreind (Artificial Intelligence) frá Háskólanum í Edinborg árið 2013. 

„Hún hefur síðan unnið við stafræna innleiðingu og snjallvæðingu hjá fjármálafyrirtækjum og bönkum í Skotlandi, m.a. hjá lífeyrissjóðnum Standard Life, Tesco Bank og Fortune 500 fyrirtækinu FIS sem býður upp á margvíslegar fjármála- og hugbúnaðarlausnir og þjónustu.

Meðfram störfum sinnti Diljá hugðarefnum sínum sem m.a. snúa að atvinnutækifærum ungs fólks óháð félagslegum bakgrunni þess. Hún stofnaði samtökin Young Person´s Development Network sem unnu til European Diversity Awards árið 2015, fyrir Outstanding Employee Network. Einnig vann hún sem sjálfboðaliði við að styða ungt fólk með Downs heilkenni í atvinnuleit.

Diljá mun vinna að gerð hermilíkana af veitukerfum sem nýta má til að gera rekstur þeirra hagkvæmari og öruggari og tengja þau nýju snjallmælakerfi sem Veitur munu taka í notkun á næstu árum. Einnig mun hún leggja áherslu á notkun gervigreindar og snjallvæðingar í þjónustu við viðskiptavini Veitna,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×