Viðskipti innlent

Gréta Björg og Guð­mundur Kristján til Kadeco

Atli Ísleifsson skrifar
Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir.
Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir. Kadeco

Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir hafa verið ráðin til Kadeco. Hefur Guðmundur Kristján verið ráðinn í stöðu viðskipta- og þróunarstjóra og Gréta Björg í starf fjármála- og skrifstofustjóra.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Kadeco. 

„Guðmundur er skipulagsfræðingur og húsasmiður að mennt. Hann hefur víðtæka reynslu af skipulagsmálum, fasteignaþróun og byggingaframkvæmdum og hefur meðal annars starfað hjá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, sem framkvæmdastjóri ráðgjafarfyrirtækisins Borgarbrags og sem aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann er jafnframt annar stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Planitor og hefur um árabil komið að stofnun og uppbyggingu nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og í Bandaríkjunum. Gréta Björg hefur verið ráðin í stöðu fjármála- og skrifstofustjóra.

Gréta Björg er viðskiptafræðingur að mennt með MSc í stjórnun og stefnumótun fyrirtækja. Gréta Björg hefur víðtæka reynslu innan ferðaþjónustunnar í sölu-, markaðs- og verkefnastjórnun. Hún hefur meðal annars starfað sem rekstrarstjóri Dagsferða hjá Gray Line Iceland og sem markaðs- og vöruþróunarstjóri hjá Reykjavik Excursions. Gréta Björg sat í ferðaskrifstofunefnd SAF í fjögur ár, þar af í eitt ár sem formaður. Síðast starfaði Gréta Björg í viðskiptadeild Isavia á Keflavíkurflugvelli.

Kadeco, fyrir hönd íslenska ríkisins, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Isavia, vinnur nú að undirbúningi alþjóðlegrar hönnunar- og hugmyndasamkeppni um þróunaráætlun fyrir nærsvæði Keflavíkurflugvallar. Eitt af markmiðum samkeppninnar er að þróa svæði sem rennir styrkari stoðum undir atvinnulíf á Suðurnesjum og nýtir sem best þá kosti sem Reykjanesið hefur upp á að bjóða,“ segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×