Matur

Uppskriftir úr Kjötætur óskast: Hoisin önd og spagettí carbonara í veganútgáfu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumaður og í kokkalandsliðinu framreiddi veislumáltíð með Hoisin veganönd í ýmsum útgáfum og bökuðu blómkáli sem féll í góðan jarðveg hjá tilraunadýri heimilisins, Hlédísi Sveinsdóttur.
Fanney Dóra Sigurjónsdóttir matreiðslumaður og í kokkalandsliðinu framreiddi veislumáltíð með Hoisin veganönd í ýmsum útgáfum og bökuðu blómkáli sem féll í góðan jarðveg hjá tilraunadýri heimilisins, Hlédísi Sveinsdóttur. Kjötætur óskast!

Í þriðja þætti af Kjötætur óskast! heimsóttu fjórir matgæðingar fjölskyldurnar fjórar sem taka þátt í vegantilrauninni.  Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19.05 í kvöld.

Verkefni matgæðinganna var að veganvæða óskarétt hvers heimilis. Hér eru uppskriftir frá tveimur þeirra úr þættinum.

Fanney Dóra Sigurjónsdóttir, matreiðslumaður í Kokkalandsliðinu, heimsótti Hlédísi Sveinsdóttur verkefnastjóra á Akranesi, og dóttur hennar Sveindísi. Þær höfðu óskað eftir veganvæðingu á Hoisin önd í asískum pönnukökum.

Frá tökumKjötætur óskast!

UPPSKRIFT: Hoisin veganönd með bökuðu blómkáli í forrétt

BAKAÐ BLÓMKÁL

KRYDDBLANDA á blómkál:

  • 2 msk sykur
  • 4 msk kúmin
  • 4 msk kóríander
  • smá af salti

HVÍTLAUKS AIOLI:

  • veganmajónes
  • hvítlaukur
  • smá salt

Blómkálið skorið í bita, velt upp úr olíu og kryddblöndunni. Bakað í ofni við meðalhita í ca. 15 mínútur. Borið fram með ferskum kóríander, fræjum ristuðum í sojasósu og hvítlauksaioli.

Veisla!

HOISIN VEGAN ÖND

  • Veganönd (mætti lika nota ostrusveppi eða portobello sveppi, en hér var notuð Shredded Hoisin duck frá Lindu McCartney)
  • Litlar asískar pönnukökur
  • Grænmeti til að hafa í pönnukökunum - skorið í þunna strimla, t.d.:
  1. gúrkur
  2. hnúðkál
  3. gulrætur
  4. saxaður ferskur kóríander
  5. engifer
  6. hvítlaukur
  7. hoisin sósa
  8. sesamolía
  • Léttsteikja hvítlauk og engifer í olíu, passa að brúnist ekki. Hella svo vænni slettu af hoisin sósu út á pönnuna og blanda vel saman við vegankjötið. Sletta slurk af sesamolíu yfir kjötið undir lokin.

Hnetusósan:

  • Hnetusmjör
  • Sesamolía
  • Sojasósa
  • Smá sykur
  • Límónusafi

Veganöndin er síðan borin fram með hituðum asískum pönnukökum, þunnt sneiddu grænmeti, hnetusósunni og hoisin sósu.

Auk þess benti Fanney Dóra á ýmsar leiðir til að nota hoisin veganöndina, til dæmis mætti sjóða núðlur og léttsteikja þær þvínæst með veganöndinni á pönnu ásamt hoisinsósu og bera fram með rifnum límónuberki. Kreista smá límónusafa yfir pönnuna.

Guðrún Sóley heimsækir þátttakendur í þætti kvöldsins

Carbonara í Kópavoginum

Í þriðja þætti heimsótti einnig Guðrún Sóley Gestsdóttir þau Sigríði H. Kristjánsdóttur ástríðukokk og Sigurð Leifsson ástríðuveiðimann sem taka þátt í vegantilrauninni ásamt dóttur sinni Isabellu. Þau vildu eitthvað einfalt - veganvæðingu á Spagettí Carbonara. Þegar nánar er að gáð er sá réttur að jafnaði nánast eingöngu með dýraafurðum en Guðrún Sóley kunni að meta góða áskorun og veganvæddi réttinn á hugmyndaríkan hátt.

Carbonara réttur

UPPSKRIFT: Veganútgáfa af Spagettí Carbonara

1.

  • 1 saxaður rauðlaukur
  • sneiddir sveppir
  • Svissa rauðlauk og steikja sveppi með tamarisósu. Sjóða pastað.

2. Feikonið

  • Ýmsar leiðir eru til að útbúa staðgengil beikons. Í þessari uppskrift eru notuð 100 grömm af kókosflögum, kryddaðar með beikonkryddi og bakaðar í ofni við lágan hita í nokkrar mínútur.
  • Þess í stað væri hægt að nota eggaldin, kúrbít eða hvaða grænmeti sem er fremur þétt í sér. Leggja það í maríneringu - eins og lengi þú hefur þolinmæði til - og krydda með reykjarlegi (liquid smoke), beikonkryddi eða reyktu paprikkukryddi. Baka það þvínæst í ofni til þurrka það og fá áferð sem er líkari beikoni. Sömuleiðis hægt að nota tófú eða hrísgrjónapappír.

3. Kasjúhnetu Carbonara sósa

Carbonara réttur
  • Leggið kasjúhnetur í bleyti í nokkra klukkutíma - eða setjið þær í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur
  • Setjið hneturnar í blandara með dálitlu af hnetuvatninu
  • 2-3 hvítlauksrif eftir smekk
  • salt og pipar
  • slettu af Dijon sinnepi
  • Setja soðið pastað út á pönnuna, blandið kasjúsósunni saman við og myljið síðan bakaðar kókosflögurnar yfir. Veganparmesan ostur rifinn yfir. Skreytt með steinselju. Borið fram með hvítlauksbrauði.
HvítlauksbrauðKjötætur óskast!

BÓNUSUPPSKRIFT af heimagerðum vegan “parmesan!” osti:

  • Salt
  • næringarger
  • möndlur
  • Mauka í matvinnsluvél

Þriðji þáttur af “Kjötætur óskast! Vegan með Lóu Pind” er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:05. Í þessari fimm þátta seríu fylgist Lóa Pind Aldísardóttir með fjórum íslenskum fjölskyldum sem féllust á að taka þátt í fjögurra vikna vegan tilraun. Allar fjölskyldurnar skráðu mataræði sitt inn í Matarspor EFLU  meðan á tilraun stóð. Auk þess var tekin ein samanburðarvika frá því fyrir tilraun, til að kanna hvort kolefnisspor fjölskyldnanna minnkar við að sneiða hjá öllum dýraafurðum.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður er Ívar Kristján Ívarsson og klippingu annaðist Hrafn Jónsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Verkfræðistofan EFLA veitt ómetanlega aðstoð við kolefnisútreikninga þáttanna.


Tengdar fréttir

Hnetusósan sem bjargaði Lóu Pind í vegantilraun

„Þessar þrjár hnetusósur sem við kynntumst í annarri viku tilraunar, björguðu mér gjörsamlega í gegnum vegantilraunina,” segir Lóa Pind Aldísardóttir, leikstjóri þáttanna Kjötætur óskast! sem er á dagskrá Stöðvar 2 um þessar mundir.

Með mikla magaverki á þriðja dagi vegan tilraunar

Fyrsti dagurinn í vegantilraun gekk vonum framar hjá kúabændunum á Litla-Ármóti, en þau féllust á að taka þátt í sjónvarpsþáttunum Kjötætur óskast! sem eru nú í sýningu á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×