Körfubolti

Taplausu liðin mætast í beinni í kvöld og hér er smá upphitun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur oft gengið á ýmsu í leikjum Keflavíkur og Grindavíkur í gegnum tíðina.
Það hefur oft gengið á ýmsu í leikjum Keflavíkur og Grindavíkur í gegnum tíðina. Skjámynd/S2 Sport

Stórleikur kvöldsins verður viðureign Keflavíkur og Grindavíkur í Domino´s deild karla í körfubolta.

Eftir leik nágrannanna í kvöld verður aðeins eitt taplaust lið eftir í deildinni.

Keflavík og Grindavík hafa bæði unnið fjóra fyrstu leiki sína á mótinu. Grindavík hefur unnið Hött, Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn og Hauka. Keflavík hefur unnið Þór Akureyri, Þór Þorlákshöfn, Hauka og Njarðvík.

Þessi lið hafa því unnið þrjá af fjórum sigrum sínum á móti sömu liðum. Ekkert annað lið í Domino´s deildinni er ennþá taplaust.

Leikur Keflavíkur og Grindavíkur fer fram í Blue höll Keflvíkinga á Sunnubrautinni og hefst klukkan 20.15. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsendingin hefst klukkan 20.05 en á undan verður leikur Þór Þorl. og ÍR í beinni frá klukkan 18.05.

Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldu eru síðan á dagskrá eftir stórleikinn eða um klukkan 22.10 á Stöð 2 Sport.

Domino´s Körfuboltakvöld hefur einnig sett saman upphitunarmyndband fyrir leikinn í kvöld þar sem er rifjuð upp nokkur eftirminnileg atvik úr leikjum félaganna í gegnum tíðina.

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Upphitun fyrir stórleik Keflavíkur og Grindavíkur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×