Ýmir var bestur í íslenska liðinu á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 10:30 Ýmir Örn Gíslason stoppar hér Norðmanninn Christian O'Sullivan í leik Íslands og Noregs í gærkvöldi. EPA-EFE/Anne-Christine Poujoulat Ýmir Örn Gíslason var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins samkvæmt meðaleinkunn strákanna okkar í einkunnagjöf Vísis á heimsmeistaramótinu í handbolta. Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á þessu heimsmeistaramóti og það er því við hæfi að taka saman frammistöðumat leikmanna liðsins. Við höfum nú reiknað meðaleinkunn leikmanna Íslands á mótinu og þar kemur í ljós að Ýmir Örn Gíslason var með frábæra frammistöðu að meðaltali. Ýmir Örn fékk 5,0 í meðaleinkunn. Varnarleikurinn var aðall íslenska liðsins á HM í Egyptalandi og þar fór fyrir liðinu Valsmaðurinn öflugi. Þetta var fjórða stórmót Ýmis en hlutverk hans hefur vaxið á hverju móti. Íþróttadeild Vísis gaf leikmönnum og þjálfurum einkunn á bilinu 1-6 með umsögn eftir hvern einasta leik íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal fyrirliðabandið í leikjunum sex en augljóst er að hann er orðinn einn aðalleiðtoginn í hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Ýmir hélt saman íslensku vörninni og fór fyrir íslensku strákunum með smitandi krafti og dugnaði. Ýmir fékk sexu í einum leik og fjóra í einum leik en annars var hann með fimmu í einkunn í hinum fjórum leikjunum. Ýmir var því ekki aðeins með frábæra meðaleinkunn heldur sýndi hann mikinn stöðugleika. Í öðru sæti er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti þrjá mjög góða leiki á mótinu og naut líka góðs af því að spila ekki nógu lengi í lokaleiknum til að fá einkunn en þar varði Björgvin ekki skot. Jafnir í þriðja til fjóra sæti eru síðan FH-ingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson sem stóðu sig báðir mun betur en flestir höfðu reiknað með. Gísli Þorgeir var að koma aftur inn í liðið eftir langvinn meiðsli og leit ekki vel út í leikjunum fyrir mót. Hann mætti hins vegar af krafti á sjálft mótið og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gísli tók hlutverki að sér að fullu þegar Janus Daði Smárason datt út. Ólafur fékk varla að koma inn á völlinn í leikjunum í undankeppninni og sömu sögu var að segja af fyrsta leiknum sem tapaðist á móti Portúgal. Ólafur nýtt hins vegar fyrsta alvöru tækifærið í leiknum á móti Alsír og skilaði sínu þegar hann fékk að spila hjá Guðmundi. Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0 HM 2021 í handbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur lokið keppni á þessu heimsmeistaramóti og það er því við hæfi að taka saman frammistöðumat leikmanna liðsins. Við höfum nú reiknað meðaleinkunn leikmanna Íslands á mótinu og þar kemur í ljós að Ýmir Örn Gíslason var með frábæra frammistöðu að meðaltali. Ýmir Örn fékk 5,0 í meðaleinkunn. Varnarleikurinn var aðall íslenska liðsins á HM í Egyptalandi og þar fór fyrir liðinu Valsmaðurinn öflugi. Þetta var fjórða stórmót Ýmis en hlutverk hans hefur vaxið á hverju móti. Íþróttadeild Vísis gaf leikmönnum og þjálfurum einkunn á bilinu 1-6 með umsögn eftir hvern einasta leik íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi. Ýmir Örn Gíslason var ekki meðal fyrirliðabandið í leikjunum sex en augljóst er að hann er orðinn einn aðalleiðtoginn í hópnum þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall. Ýmir hélt saman íslensku vörninni og fór fyrir íslensku strákunum með smitandi krafti og dugnaði. Ýmir fékk sexu í einum leik og fjóra í einum leik en annars var hann með fimmu í einkunn í hinum fjórum leikjunum. Ýmir var því ekki aðeins með frábæra meðaleinkunn heldur sýndi hann mikinn stöðugleika. Í öðru sæti er markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson sem átti þrjá mjög góða leiki á mótinu og naut líka góðs af því að spila ekki nógu lengi í lokaleiknum til að fá einkunn en þar varði Björgvin ekki skot. Jafnir í þriðja til fjóra sæti eru síðan FH-ingarnir Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ólafur Guðmundsson sem stóðu sig báðir mun betur en flestir höfðu reiknað með. Gísli Þorgeir var að koma aftur inn í liðið eftir langvinn meiðsli og leit ekki vel út í leikjunum fyrir mót. Hann mætti hins vegar af krafti á sjálft mótið og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gísli tók hlutverki að sér að fullu þegar Janus Daði Smárason datt út. Ólafur fékk varla að koma inn á völlinn í leikjunum í undankeppninni og sömu sögu var að segja af fyrsta leiknum sem tapaðist á móti Portúgal. Ólafur nýtt hins vegar fyrsta alvöru tækifærið í leiknum á móti Alsír og skilaði sínu þegar hann fékk að spila hjá Guðmundi. Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0
Besta meðaleinkunn íslensku landsliðsmannanna á HM 2021: 1. Ýmir Örn Gíslason 5,0 2. Björgvin Páll Gústavsson 4,5 3. Ólafur Guðmundsson 4,3 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4,3 5. Elliði Snær Viðarsson 4,17 6. Bjarki Már Elísson 4 7. Sigvaldi Guðjónsson 3,83 8. Viggó Kristjánsson 3,8 8. Elvar Örn Jónsson 3,8 10. Alexander Petersson 3,75 11. Arnar Freyr Arnarsson 3,5 11. Oddur Grétarsson 3,5 13. Viktor Gísli Hallgrímsson 3,3 14. Arnór Þór Gunnarsson 3 14. Magnús Óli Magnússon 3 16. Ómar Ingi Magnússon 2,75 17. Kristján Örn Kristjánsson 2,7 18. Ágúst Elí Björgvinsson 2,4 19. Kári Kristjánsson 2,0 19. Janus Daði Smárason 2,0
HM 2021 í handbolta Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Körfubolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira