Heimamenn leika í milliriðli fjögur og tróna þar á toppnum sem stendur eftir sigur dagsins. Egyptaland var sjö mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 21-14. Mest komust heimamenn tíu mörkum yfir og unnu á endanum níu marka sigur, lokatölur 35-26.
Ahmed Hesham var markahæstur í liði heimamanna með fimm mörk.
Egyptaland sem stendur með sex stig á toppi milliriðils fjögur. Þar á eftir koma Svíþjóð og Rússland með fimm stig. Slóvenía er með fjögur stig, Hvíta-Rússland með tvö stig og Norður-Makedónía er á botni riðilsins án stiga.
Slóvenía og Svíþjóð mætast í hörkuleik klukkan 19.30 í kvöld þar sem toppsætið er undir.
Egypt climb to six points on the Group IV table as they secure a big win against Belarus Ahmed Elahmar leads the WCh hosts with eight goals. #Egypt2021 pic.twitter.com/PHqf2gGalN
— International Handball Federation (@ihf_info) January 22, 2021