Hinn 22 ára gamli Collin Sexton hjá Cleveland Cavaliers hafði ekki spilað síðan sjötta janúar vegna ökklameiðsla en það var ekkert ryð sjáanlegt á honum í þessum leik.
Brooklyn Nets telfdi nú fram Kyrie Irving við hlið þeirra Kevin Durant og James Harden. Þrír af bestu leikmönnum deildarinnar eru nú orðnir liðsfélagar. Kyrie Irving (38) og Kevin Durant (37) skoruðu báðir yfir 36 stig í leiknum og James Harden var með 21 stig og þrennu (12 stoðsendingar og 10 fráköst).
Það var hins vegar umræddur Collin Sexton sem stal þrumunni. Sexton endaði leikinn með 42 sitg, 5 fráköst og 5 stoðsensingar. Það var aftur á móti frammistaða hans í framlengingunum sem gerði gæfumuninn fyrir lið Cleveland Cavaliers í þessum 147-135 sigri á Brooklyn Nets.
Collin Sexton skoraði tuttugu stig í röð fyrir Cavaliers liðið, fimm síðustu stigin í fyrri framlengingunni og fimmtán fyrstu í seinni framlengingunni. Eftir slíka skotsýningu stráksins var sigurinn í höfn. Eini maðurinn til að skora tuttugu stig í röð fyrir Cleveland Cavaliers á síðustu tuttugu árum er LeBron James.
Hér fyrir ofan má svipmyndir frá þessari stórkostlegu frammistöðu Collin Sexton sem varð að stjörnu í nótt en eins eru myndir frá nokkrum öðrum leikjum í nótt sem og bestu tilþrif kvöldsins.
Þarna má sjá Philadelphia 76ers vinna Boston Celtics í hörkuleik og lið Golden State Warriors og Dallas Mavericks vinna góða sigra.