Ómakleg gagnrýni á bólusetningar í Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 20. janúar 2021 15:30 Undanfarna áratugi hafa jákvæðar fréttir frá Ísraelsríki sjaldan birst í almennum fjölmiðlum. Það kom því ánægjulega á óvart að íslenskir fjölmiðlar hafi á dögunum fjallað um góðan árangur Ísraelsríkis í bólusetningarherferð gegn Covid-19. Nú hafa yfir 32% ísraelskra ríkisborgara fengið fyrri skammt bóluefnisins en hvergi í heiminum er það hlutfall hærra.1 Engu að síður virðast andstæðingar Ísraels staðráðnir í því að snúa hverju sem gæti talist jákvætt við landið upp í neikvæðni, jafnvel þótt það krefjist þess að sannleikanum sé hagrætt. Félagasamtök andsnúin Ísraelsríki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa undanfarnar vikur kvartað sáran yfir því að ísraelsk yfirvöld hafi ekki samtímis hafið bólusetningu á íbúum palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þessi gagnrýni er með öllu ómakleg og nægir að nefna tvær ástæður því til stuðnings. Í fyrsta lagi verður að teljast afar ólíklegt að Palestínska heimastjórnin (PA) myndi leyfa ísraelskum yfirvöldum að bólusetja Palestínumenn. Öll slík samvinna er talin vera óbein viðurkenning á Ísraelsríki (e. normalization). Í fyrra hafnaði heimastjórnin hjálpargögnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna aðkomu Ísraels að sendingunni.2 Það er ekkert sem bendir til þess að afstaða þeirra hafi breyst undanfarna mánuði. Í öðru lagi bera ísraelsk yfirvöld ekki ábyrgð á bólusetningu íbúa sjálfstjórnarsvæðanna því þeir eru ekki ísraelskir ríkisborgarar heldur palestínskir. Samkvæmt samkomulagi á milli fulltrúa Ísraels og Palestínu frá árinu 1993 átti ábyrgð á heilbrigðisþjónustu Palestínumanna færast til heimastjórnarinnar eftir brotthvarf Gyðinga frá Gazasvæðinu og Jeríkó.3 Því ferli lauk árið 2005 og síðan þá hefur heilbrigðisþjónustan á sjálfstjórnarsvæðunum verið ábyrgð heimastjórnarinnar. Það kemur engum á óvart að félagasamtök sem byggja málflutning sinn að miklu leyti á rógburði um Ísraelsríki skuli taka slíka orðræðu upp á sína arma. Það sem raunverulega veldur vonbrigðum er að almennir fjölmiðlar og þekkt mannréttindasamtök taki undir þennan málflutning. Til dæmis birtist nýlega frétt á mbl.is um bólusetningu fanga í Ísraelsríki þar sem ásökunin um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga var lögð fram án frekari athugasemda.4 Líkt og annars staðar var tilvist Palestínsku heimastjórnarinnar og ábyrgð hennar gagnvart Palestínumönnum einfaldlega hundsuð. Það hefur auk þess legið á milli hluta í nánast öllum fréttaflutningi af málinu að palestínska heimastjórnin hefur þegar tryggt Palestínumönnum bóluefni. Fyrir viku síðan var gerður samningur við Rússa um innflutning á Sputnik V bóluefninu og fyrstu skammtarnir eiga að berast til sjálfstjórnarsvæðanna í byrjun febrúar.5 Allar vangaveltur um að íbúar sjálfstjórnarsvæðanna verði ekki bólusettir eru því með öllu óþarfar. Ég ber að jafnaði virðingu fyrir fjölmiðlum og því aðhaldi sem þeir hafa veitt yfirvöldum jafnt sem þjóðfélagshópum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar séu almennt frekar áreiðanlegir. Samt sem áður hefur umfjöllun þeirra um málefni Ísraelsríkis oft verið undantekning frá þeirri reglu. Falskar ásakanir um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga eru aðeins smávægileg birtingarmynd mun stærra vandamáls – undirliggjandi tortryggni og neikvæðni gagnvart öllu sem tengist Ísraelsríki. En þegar dylgjur og falskar ásakanir eru lagðar til hliðar tala staðreyndirnar sínu máli. Ísrael hefur veitt besta fordæmið í hraðri og skipulegri bólusetningu heils samfélags. Það má læra margt af útsjónarsemi Ísraelsmanna í þessu máli ef við viljum segja skilið við þennan leiða faraldur í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://ourworldindata.org/covid-vaccinations 2 https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-05-21/palestinian-authority-won-t-take-uae-aid-flown-to-israel-maan 3 http://www.acpr.org.il/publications/books/43-Zero-oslo-accord.pdf, “greinargerð VI” 4 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/17/fangar_i_israel_bolusettir/ 5 https://www.pharmiweb.com/press-release/2021-01-12/palestine-has-become-the-first-country-in-the-middle-east-to-register-sputnik-v-vaccine Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa jákvæðar fréttir frá Ísraelsríki sjaldan birst í almennum fjölmiðlum. Það kom því ánægjulega á óvart að íslenskir fjölmiðlar hafi á dögunum fjallað um góðan árangur Ísraelsríkis í bólusetningarherferð gegn Covid-19. Nú hafa yfir 32% ísraelskra ríkisborgara fengið fyrri skammt bóluefnisins en hvergi í heiminum er það hlutfall hærra.1 Engu að síður virðast andstæðingar Ísraels staðráðnir í því að snúa hverju sem gæti talist jákvætt við landið upp í neikvæðni, jafnvel þótt það krefjist þess að sannleikanum sé hagrætt. Félagasamtök andsnúin Ísraelsríki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa undanfarnar vikur kvartað sáran yfir því að ísraelsk yfirvöld hafi ekki samtímis hafið bólusetningu á íbúum palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þessi gagnrýni er með öllu ómakleg og nægir að nefna tvær ástæður því til stuðnings. Í fyrsta lagi verður að teljast afar ólíklegt að Palestínska heimastjórnin (PA) myndi leyfa ísraelskum yfirvöldum að bólusetja Palestínumenn. Öll slík samvinna er talin vera óbein viðurkenning á Ísraelsríki (e. normalization). Í fyrra hafnaði heimastjórnin hjálpargögnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna aðkomu Ísraels að sendingunni.2 Það er ekkert sem bendir til þess að afstaða þeirra hafi breyst undanfarna mánuði. Í öðru lagi bera ísraelsk yfirvöld ekki ábyrgð á bólusetningu íbúa sjálfstjórnarsvæðanna því þeir eru ekki ísraelskir ríkisborgarar heldur palestínskir. Samkvæmt samkomulagi á milli fulltrúa Ísraels og Palestínu frá árinu 1993 átti ábyrgð á heilbrigðisþjónustu Palestínumanna færast til heimastjórnarinnar eftir brotthvarf Gyðinga frá Gazasvæðinu og Jeríkó.3 Því ferli lauk árið 2005 og síðan þá hefur heilbrigðisþjónustan á sjálfstjórnarsvæðunum verið ábyrgð heimastjórnarinnar. Það kemur engum á óvart að félagasamtök sem byggja málflutning sinn að miklu leyti á rógburði um Ísraelsríki skuli taka slíka orðræðu upp á sína arma. Það sem raunverulega veldur vonbrigðum er að almennir fjölmiðlar og þekkt mannréttindasamtök taki undir þennan málflutning. Til dæmis birtist nýlega frétt á mbl.is um bólusetningu fanga í Ísraelsríki þar sem ásökunin um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga var lögð fram án frekari athugasemda.4 Líkt og annars staðar var tilvist Palestínsku heimastjórnarinnar og ábyrgð hennar gagnvart Palestínumönnum einfaldlega hundsuð. Það hefur auk þess legið á milli hluta í nánast öllum fréttaflutningi af málinu að palestínska heimastjórnin hefur þegar tryggt Palestínumönnum bóluefni. Fyrir viku síðan var gerður samningur við Rússa um innflutning á Sputnik V bóluefninu og fyrstu skammtarnir eiga að berast til sjálfstjórnarsvæðanna í byrjun febrúar.5 Allar vangaveltur um að íbúar sjálfstjórnarsvæðanna verði ekki bólusettir eru því með öllu óþarfar. Ég ber að jafnaði virðingu fyrir fjölmiðlum og því aðhaldi sem þeir hafa veitt yfirvöldum jafnt sem þjóðfélagshópum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar séu almennt frekar áreiðanlegir. Samt sem áður hefur umfjöllun þeirra um málefni Ísraelsríkis oft verið undantekning frá þeirri reglu. Falskar ásakanir um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga eru aðeins smávægileg birtingarmynd mun stærra vandamáls – undirliggjandi tortryggni og neikvæðni gagnvart öllu sem tengist Ísraelsríki. En þegar dylgjur og falskar ásakanir eru lagðar til hliðar tala staðreyndirnar sínu máli. Ísrael hefur veitt besta fordæmið í hraðri og skipulegri bólusetningu heils samfélags. Það má læra margt af útsjónarsemi Ísraelsmanna í þessu máli ef við viljum segja skilið við þennan leiða faraldur í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://ourworldindata.org/covid-vaccinations 2 https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-05-21/palestinian-authority-won-t-take-uae-aid-flown-to-israel-maan 3 http://www.acpr.org.il/publications/books/43-Zero-oslo-accord.pdf, “greinargerð VI” 4 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/17/fangar_i_israel_bolusettir/ 5 https://www.pharmiweb.com/press-release/2021-01-12/palestine-has-become-the-first-country-in-the-middle-east-to-register-sputnik-v-vaccine
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun