Ómakleg gagnrýni á bólusetningar í Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 20. janúar 2021 15:30 Undanfarna áratugi hafa jákvæðar fréttir frá Ísraelsríki sjaldan birst í almennum fjölmiðlum. Það kom því ánægjulega á óvart að íslenskir fjölmiðlar hafi á dögunum fjallað um góðan árangur Ísraelsríkis í bólusetningarherferð gegn Covid-19. Nú hafa yfir 32% ísraelskra ríkisborgara fengið fyrri skammt bóluefnisins en hvergi í heiminum er það hlutfall hærra.1 Engu að síður virðast andstæðingar Ísraels staðráðnir í því að snúa hverju sem gæti talist jákvætt við landið upp í neikvæðni, jafnvel þótt það krefjist þess að sannleikanum sé hagrætt. Félagasamtök andsnúin Ísraelsríki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa undanfarnar vikur kvartað sáran yfir því að ísraelsk yfirvöld hafi ekki samtímis hafið bólusetningu á íbúum palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þessi gagnrýni er með öllu ómakleg og nægir að nefna tvær ástæður því til stuðnings. Í fyrsta lagi verður að teljast afar ólíklegt að Palestínska heimastjórnin (PA) myndi leyfa ísraelskum yfirvöldum að bólusetja Palestínumenn. Öll slík samvinna er talin vera óbein viðurkenning á Ísraelsríki (e. normalization). Í fyrra hafnaði heimastjórnin hjálpargögnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna aðkomu Ísraels að sendingunni.2 Það er ekkert sem bendir til þess að afstaða þeirra hafi breyst undanfarna mánuði. Í öðru lagi bera ísraelsk yfirvöld ekki ábyrgð á bólusetningu íbúa sjálfstjórnarsvæðanna því þeir eru ekki ísraelskir ríkisborgarar heldur palestínskir. Samkvæmt samkomulagi á milli fulltrúa Ísraels og Palestínu frá árinu 1993 átti ábyrgð á heilbrigðisþjónustu Palestínumanna færast til heimastjórnarinnar eftir brotthvarf Gyðinga frá Gazasvæðinu og Jeríkó.3 Því ferli lauk árið 2005 og síðan þá hefur heilbrigðisþjónustan á sjálfstjórnarsvæðunum verið ábyrgð heimastjórnarinnar. Það kemur engum á óvart að félagasamtök sem byggja málflutning sinn að miklu leyti á rógburði um Ísraelsríki skuli taka slíka orðræðu upp á sína arma. Það sem raunverulega veldur vonbrigðum er að almennir fjölmiðlar og þekkt mannréttindasamtök taki undir þennan málflutning. Til dæmis birtist nýlega frétt á mbl.is um bólusetningu fanga í Ísraelsríki þar sem ásökunin um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga var lögð fram án frekari athugasemda.4 Líkt og annars staðar var tilvist Palestínsku heimastjórnarinnar og ábyrgð hennar gagnvart Palestínumönnum einfaldlega hundsuð. Það hefur auk þess legið á milli hluta í nánast öllum fréttaflutningi af málinu að palestínska heimastjórnin hefur þegar tryggt Palestínumönnum bóluefni. Fyrir viku síðan var gerður samningur við Rússa um innflutning á Sputnik V bóluefninu og fyrstu skammtarnir eiga að berast til sjálfstjórnarsvæðanna í byrjun febrúar.5 Allar vangaveltur um að íbúar sjálfstjórnarsvæðanna verði ekki bólusettir eru því með öllu óþarfar. Ég ber að jafnaði virðingu fyrir fjölmiðlum og því aðhaldi sem þeir hafa veitt yfirvöldum jafnt sem þjóðfélagshópum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar séu almennt frekar áreiðanlegir. Samt sem áður hefur umfjöllun þeirra um málefni Ísraelsríkis oft verið undantekning frá þeirri reglu. Falskar ásakanir um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga eru aðeins smávægileg birtingarmynd mun stærra vandamáls – undirliggjandi tortryggni og neikvæðni gagnvart öllu sem tengist Ísraelsríki. En þegar dylgjur og falskar ásakanir eru lagðar til hliðar tala staðreyndirnar sínu máli. Ísrael hefur veitt besta fordæmið í hraðri og skipulegri bólusetningu heils samfélags. Það má læra margt af útsjónarsemi Ísraelsmanna í þessu máli ef við viljum segja skilið við þennan leiða faraldur í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://ourworldindata.org/covid-vaccinations 2 https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-05-21/palestinian-authority-won-t-take-uae-aid-flown-to-israel-maan 3 http://www.acpr.org.il/publications/books/43-Zero-oslo-accord.pdf, “greinargerð VI” 4 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/17/fangar_i_israel_bolusettir/ 5 https://www.pharmiweb.com/press-release/2021-01-12/palestine-has-become-the-first-country-in-the-middle-east-to-register-sputnik-v-vaccine Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Undanfarna áratugi hafa jákvæðar fréttir frá Ísraelsríki sjaldan birst í almennum fjölmiðlum. Það kom því ánægjulega á óvart að íslenskir fjölmiðlar hafi á dögunum fjallað um góðan árangur Ísraelsríkis í bólusetningarherferð gegn Covid-19. Nú hafa yfir 32% ísraelskra ríkisborgara fengið fyrri skammt bóluefnisins en hvergi í heiminum er það hlutfall hærra.1 Engu að síður virðast andstæðingar Ísraels staðráðnir í því að snúa hverju sem gæti talist jákvætt við landið upp í neikvæðni, jafnvel þótt það krefjist þess að sannleikanum sé hagrætt. Félagasamtök andsnúin Ísraelsríki, bæði á Íslandi og erlendis, hafa undanfarnar vikur kvartað sáran yfir því að ísraelsk yfirvöld hafi ekki samtímis hafið bólusetningu á íbúum palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna. En þegar nánar er að gáð kemur í ljós að þessi gagnrýni er með öllu ómakleg og nægir að nefna tvær ástæður því til stuðnings. Í fyrsta lagi verður að teljast afar ólíklegt að Palestínska heimastjórnin (PA) myndi leyfa ísraelskum yfirvöldum að bólusetja Palestínumenn. Öll slík samvinna er talin vera óbein viðurkenning á Ísraelsríki (e. normalization). Í fyrra hafnaði heimastjórnin hjálpargögnum frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum vegna aðkomu Ísraels að sendingunni.2 Það er ekkert sem bendir til þess að afstaða þeirra hafi breyst undanfarna mánuði. Í öðru lagi bera ísraelsk yfirvöld ekki ábyrgð á bólusetningu íbúa sjálfstjórnarsvæðanna því þeir eru ekki ísraelskir ríkisborgarar heldur palestínskir. Samkvæmt samkomulagi á milli fulltrúa Ísraels og Palestínu frá árinu 1993 átti ábyrgð á heilbrigðisþjónustu Palestínumanna færast til heimastjórnarinnar eftir brotthvarf Gyðinga frá Gazasvæðinu og Jeríkó.3 Því ferli lauk árið 2005 og síðan þá hefur heilbrigðisþjónustan á sjálfstjórnarsvæðunum verið ábyrgð heimastjórnarinnar. Það kemur engum á óvart að félagasamtök sem byggja málflutning sinn að miklu leyti á rógburði um Ísraelsríki skuli taka slíka orðræðu upp á sína arma. Það sem raunverulega veldur vonbrigðum er að almennir fjölmiðlar og þekkt mannréttindasamtök taki undir þennan málflutning. Til dæmis birtist nýlega frétt á mbl.is um bólusetningu fanga í Ísraelsríki þar sem ásökunin um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga var lögð fram án frekari athugasemda.4 Líkt og annars staðar var tilvist Palestínsku heimastjórnarinnar og ábyrgð hennar gagnvart Palestínumönnum einfaldlega hundsuð. Það hefur auk þess legið á milli hluta í nánast öllum fréttaflutningi af málinu að palestínska heimastjórnin hefur þegar tryggt Palestínumönnum bóluefni. Fyrir viku síðan var gerður samningur við Rússa um innflutning á Sputnik V bóluefninu og fyrstu skammtarnir eiga að berast til sjálfstjórnarsvæðanna í byrjun febrúar.5 Allar vangaveltur um að íbúar sjálfstjórnarsvæðanna verði ekki bólusettir eru því með öllu óþarfar. Ég ber að jafnaði virðingu fyrir fjölmiðlum og því aðhaldi sem þeir hafa veitt yfirvöldum jafnt sem þjóðfélagshópum. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar séu almennt frekar áreiðanlegir. Samt sem áður hefur umfjöllun þeirra um málefni Ísraelsríkis oft verið undantekning frá þeirri reglu. Falskar ásakanir um aðskilnaðarstefnu við framkvæmd bólusetninga eru aðeins smávægileg birtingarmynd mun stærra vandamáls – undirliggjandi tortryggni og neikvæðni gagnvart öllu sem tengist Ísraelsríki. En þegar dylgjur og falskar ásakanir eru lagðar til hliðar tala staðreyndirnar sínu máli. Ísrael hefur veitt besta fordæmið í hraðri og skipulegri bólusetningu heils samfélags. Það má læra margt af útsjónarsemi Ísraelsmanna í þessu máli ef við viljum segja skilið við þennan leiða faraldur í náinni framtíð. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir 1 https://ourworldindata.org/covid-vaccinations 2 https://www.bloomberg.com/news/articles/2020-05-21/palestinian-authority-won-t-take-uae-aid-flown-to-israel-maan 3 http://www.acpr.org.il/publications/books/43-Zero-oslo-accord.pdf, “greinargerð VI” 4 https://www.mbl.is/frettir/erlent/2021/01/17/fangar_i_israel_bolusettir/ 5 https://www.pharmiweb.com/press-release/2021-01-12/palestine-has-become-the-first-country-in-the-middle-east-to-register-sputnik-v-vaccine
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun