Handbolti

Ung­verjar skoruðu 44 mörk, Spánn marði Pól­land og auð­velt hjá heims­meisturunum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danirnir eru komnir áfram í milliriða eftir tvo stórsigra. 
Danirnir eru komnir áfram í milliriða eftir tvo stórsigra.  EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany

Heimsmeistarar Dana eru komnir áfram í milliriðla eftir að þeir unnu tuttugu marka sigur á Kongó, 39-19, á HM í Egyptalandi.

Zephyrin Bouity Genese og Gauthier Mvumbi Thierry skoruðu sitt hvor fjögur mörkin fyrir Kongó. Johan P. Hansen skoraði átta fyrir Dani og Jacob T. Holm sex.

Spánn vann eins marks sigur, 27-26, á Póllandi eftir að hafa verið 14-11 yfir í hálfleik.

Szymon Sicko skoraði sex mörk fyrir Pólland en þeir Raul Entrerrios Rodriguez og Angel Fernandez Perez skoruðu fimm fyrir Spán.

Spánn er með þrjú stig en Pólland tvö.

Ungverjaland vann 44-18 sigur á Úrúgvæ. Staðan var 16-8 í hálfleik en Ungverjarnir skoruðu 28 mörk í síðari hálfleik.

Dominik Mathe skoraði átta mörk fyrir Ungverjaland og Diego Morandeira skoraði fjögur fyrir Úrúgvæ.

Ungverjaland er með fjögur stig en Úrúgvæ án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×