Viðskipti innlent

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4 prósent

Eiður Þór Árnason skrifar
Gengið lækkaði mest í mars í kjölfar þess að fyrstu tilfelli COVID-19 greindust hér á landi.
Gengið lækkaði mest í mars í kjölfar þess að fyrstu tilfelli COVID-19 greindust hér á landi. Vísir/vilhelm

Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum.

Á árinu nam hrein gjaldeyrissala Seðlabankans 132,7 milljörðum króna. Gengið lækkaði mest í mars í kjölfar þess að fyrstu tilfelli COVID-19 greindust hér á landi en meiri stöðugleiki náðist mánuðina á eftir, er fram kemur á vef Seðlabankans

Hlé lífeyrissjóða á gjaldeyriskaupum til erlendra fjárfestinga gegndi veigamiklu hlutverki í að viðhalda gengisstöðugleika. Seðlabankinn átti einnig gjaldeyrisviðskipti vegna umfangsmikilla fjármagnsviðskipta erlendra aðila á árinu í tengslum við sölu á innlendum verðbréfum og viðskipti með aflandskrónur. Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 816,7 milljarðar króna í árslok eða um 30% af vergri landsframleiðslu.

Vaxtagreiðslur af erlendum lánum ríkissjóðs námu 2,3 milljörðum króna á árinu og önnur gjaldeyrisviðskipti námu um 5,2 milljörðum króna.


Tengdar fréttir

Ásgeir segir aðgerðir Seðlabankans hafa gengið upp

Seðlabankastjóri segir aðgerðir bankans vegna kórónuveirufaraldurins hafa gengið vel og tryggt viðskiptabönkunum nægt lausafé. Þeir standi því vel til að ráðast í nausynlegar fjárfestingar og uppbygingu atvinnulífsins. Vanda þurfi til verka við nýja stefnumótun fyrir lífeyrissjóðina.

Evran 12 krónum ódýrari en fyrir sex vikum

Gengi íslensku krónunnar hefur styrkst mikið undanfarna daga eftir mikla veikingu hennar gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þannig kostar evran nú tólf krónum minna en í lok október.

Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar

Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×