Ábyrg uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. janúar 2021 07:31 Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Gísli Rafn Ólafsson Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þegar náttúruhamfarir skella á eru viðbrögðin fyrstu dagana og vikurnar oft óskipuleg og ná oft ekki að draga úr neyð allra á jafnan hátt, enda oft byggð á takmörkuðum gögnum um áhrif hamfaranna. En eftir því sem lengri tími líður, þá verður ástandið og þarfir þeirra sem urðu fyrir hamförunum ljósari og því hægt að bæta þær ákvarðanir sem teknar eru um hvernig hjálpa má fólki að komast aftur á réttan kjöl. Það að bregðast við heimsfaraldri eins og COVID-19 er að mörgu leyti svipað og að bregðast við náttúruhamförum. Við reynum að takmarka útbreiðsluna, að hlúa að þeim sem að sýkjast og að draga úr áhrifum hans á þjóðfélagið allt. Blessunarlega nýttum við Íslendingar okkur reynslu og þekkingu fólks sem er vant að takast á við náttúruhamfarir í þessari baráttu og bættum inn í það teymi fólk með mikla þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði. Í hita leiksins eru oft teknar ákvarðanir sem síðar reynast mistök, en svo lengi sem þær voru teknar út frá bestu fáanlegum upplýsingum á þeim tíma og svo lengi sem við lærum af þeim, þá er ekki um mistök að ræða, heldur lærdóm. Þetta höfum við séð gerast í viðbrögðum Íslands við COVID-19 og það hefur verið aðdáunarvert hversu vel þríeykið svokallaða hefur verið tilbúið til að viðurkenna þann lærdóm sem það hefur dregið af eigin ákvörðunum. En heimsfaraldrar eins og COVID-19 hafa ekki bara áhrif á heilsu fólks og möguleika heilbrigðiskerfisins að sinna þeim. Þeir hafa einnig mikil efnahagsleg áhrif, sér í lagi á landi eins og Íslandi sem hefur undanfarinn áratug reitt sig á ferðamannaiðnaðinn sem grunnstoð í vexti hagkerfisins. Þar að auki hafa takmarkanir á starfssemi ýmissa aðila í þjónustugeiranum orsakað gífurlegt tekjutap. Því miður er það þannig að þegar kemur að öðrum sviðum en sóttvörnum og heilsu fólks, þá eru það stjórnmálamenn með litla til enga reynslu af krísustjórnun sem ráða ferðinni. Þetta sést glöggt á því að flestar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið ár einblína á það að setja vandamálin á frost. Margar af þeim aðgerðum sem kynntar hafa verið nýtast fyrirtækjum og einstaklingum illa og sumar hafa jafnvel kynnt undir uppsagnir og atvinnuleysi. En ólíkt reyndum krísustjórnendum þá virðist flestum stjórnmálamönnum vera ómögulegt að viðurkenna mistök og draga af þeim lærdóma. Nú þegar við erum farin að sjá glitta í ljósið við enda ganganna og við þurfum ekki lengur að einblína á þá heilbrigðisvá sem átt hefur hug okkar síðastliðið ár, þá er mikilvægt að við hugsum af alvöru að þeirri uppbyggingu sem framundan er. Þau okkar sem hafa brugðist við fjölda náttúruhamfara í gegnum árin vitum að það er oft erfiðasti og mest krefjandi fasinn, fasi sem oft verður litaður af pólítískum vanmætti og spillingu. Við vitum líka að þegar kemur að uppbyggingu er mikilvægt að byggja ekki upp sama viðkvæma samfélagið upp aftur, heldur nýta tækifærið til að laga þá hluti sem betur mega fara, rétt eins og eftir jarðskjálfta byggjum við ekki upp sama viðkvæma húsið sem hrundi, heldur lærum af reynslunni og byggjum sterkara hús á betri stað. Það gleymist líka að COVID-19 faraldurinn er bara ein af mörgum krísum sem framundan eru fyrir mannkynið allt. Við erum á hraðri leið inn í vaxandi áhrif loftlagsbreytinga og hin öra tæknivæðing er að gera mörg þau störf úrelt sem við vinnum í dag. Þegar kemur að uppbyggingu eftir COVID-19 faraldurinn er mjög mikilvægt að við gerum okkar samfélag betur í stakk búið að takast á við þessar framtíðaráskoranir. Næstu ár munu skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Tekst okkur að komast út úr þeirri djúpu efnahagslægð sem heimsfaraldurinn hefur orsakað og við erum aðeins rétt byrjuð að finna fyrir, eða munu stjórnmálamenn tala í galdralausnum og innantómum loforðum sem hafa lítil raunveruleg áhrif hafa á líf fólks. Það er á slíkum tímum sem það er mikilvægt að hafa stjórnmálamenn sem trúa á gagnsæi, ábyrgð, gagnrýna hugsun og vel upplýstar ákvarðanir. Stjórnmálamenn sem byggja ákvarðanir á gögnum en ekki sérhagsmunum. Stjórnmálamenn sem eru með hag þjóðarinnar allrar að leiðarjósi í stað eigin hagsmuna. Það eru þessi grunngildi sem Píratar hafa og gerir þá að þeim flokk á Íslandi sem best er til þess fallinn að tryggja ábyrga, vel upplýsta og sanngjarna uppbyggingu Íslands á komandi árum. Uppbyggingu þar sem raddir fólks fá að hljóma og hafa áhrif á það hvaða lausnir verða fyrir valinu. Uppbyggingu þar sem gögn eru nýtt til að öðlast skilning um möguleg áhrif þeirra lausna sem lagðar eru fram. Uppbyggingu þar sem jöfnuður og réttindi eru tryggð en ekki bara hagsmunir fámennra sérhagsmunahópa. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Pírata í SV-kjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar og höfundur bókarinnar Leiðtogi á neyðarstund.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar