Er ég kem heim í Búðardal Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar 14. janúar 2021 07:00 Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Á einu augabragði fyrir nokkrum mánuðum breyttist heimsmyndin. Allt í einu varð ekkert mál að halda fjarfundi þar sem fjöldi fólks hittist, hvert við sitt skrifborð, í stað þess að koma saman í sama rými. En það leiðir líka af sér að fjöldi starfa krefjast þess ekki að vera unnin á ákveðnum stað. Þetta eru störf sem má vinna hvar sem er og hvenær sem er – til dæmis í Búðardal. Búðardalur er eini þéttbýlisstaðurinn í Dalabyggð, landbúnaðarhéraði sem geymir mikla sögu og er miðsvæðis mitt á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins og mitt á milli Snæfellsness og Norðurlands vestra. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni út á Hvammsfjörð og hinar „óteljandi“ Breiðafjarðareyjar og þar eru fjölbreyttir útivistarmögluleikar. Svæðið er jafnframt óplægður akur tækifæra í ýmis konar ferðaþjónustu. Á síðasta ári var byggt nýtt fimm íbúða raðhús í Búðardal og á þessu ári ætlar leigufélagið Bríet að standa fyrir byggingu tveggja íbúða í Búðardal. Sveitarfélagið vinnur að því að koma ónýttu húsnæði í stjórnsýsluhúsinu í betri nýtingu – t.d. sem frumkvöðlasetur og vinnuaðstöðu fyrir fólk sem stundar fjarvinnu og vill komast dag og dag á fastan punkt. Þar sem ólíkt fólk sem vinnur ólík störf deilir sömu kaffistofu verða oft fjölbreyttar umræður. Ég nefndi söguna hér framar en fjölmargar af Íslendingasögunum rekja sig á einhvern hátt í Dalina. Fyrir tæpu ári síðan var Vínlandssetur opnað í Búðardal. Fyrsti búnaðarskóli landsins var í Ólafsdal og þar er Minjavernd með mikla uppbyggingu um þessar mundir. Vissir þú að fyrsta prentsmiðja landsins var í Dalabyggð – nánar tiltekið í Hrappsey? Það er rými fyrir fjölbreytta atvinnu nú sem þá. Í Búðardal eru lausar iðnaðarlóðir fyrir meðalstór fyrirtæki ef eigendur fyrirtækja eru að leita að nýjum stað til að byggja starfsemi sína upp til komandi framtíðar. Þegar okkur hefur tekist að kveða kórónuveiruna í kútinn, fer fólk að hugsa sér til hreyfings á nýjan leik. Eflaust sjá margir tækifæri í því að flytja út á land þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru- og útivistarmöguleika. Ef þú ert í þannig hugleiðingum þá skora ég á þig að kynna þér Búðardal og Dalabyggð sem búsetukost – hver veit nema það muni verða veislunni margt í. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar og er sauðfjárbóndi í Ásgarði (táin á stígvélinu) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eyjólfur Ingvi Bjarnason Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Ætli flestir íbúar þessa lands kannist ekki við þennan þekkta dægurlagatexta eftir Þorstein Eggertsson. En veistu hvar Búðardalur er? Búðardalur stendur við Hvammsfjörð, einn af innfjörðum Breiðafjarðar (stígvélið á Íslandskortinu). Á einu augabragði fyrir nokkrum mánuðum breyttist heimsmyndin. Allt í einu varð ekkert mál að halda fjarfundi þar sem fjöldi fólks hittist, hvert við sitt skrifborð, í stað þess að koma saman í sama rými. En það leiðir líka af sér að fjöldi starfa krefjast þess ekki að vera unnin á ákveðnum stað. Þetta eru störf sem má vinna hvar sem er og hvenær sem er – til dæmis í Búðardal. Búðardalur er eini þéttbýlisstaðurinn í Dalabyggð, landbúnaðarhéraði sem geymir mikla sögu og er miðsvæðis mitt á milli Vestfjarða og höfuðborgarsvæðisins og mitt á milli Snæfellsness og Norðurlands vestra. Dalirnir eru náttúruparadís með útsýni út á Hvammsfjörð og hinar „óteljandi“ Breiðafjarðareyjar og þar eru fjölbreyttir útivistarmögluleikar. Svæðið er jafnframt óplægður akur tækifæra í ýmis konar ferðaþjónustu. Á síðasta ári var byggt nýtt fimm íbúða raðhús í Búðardal og á þessu ári ætlar leigufélagið Bríet að standa fyrir byggingu tveggja íbúða í Búðardal. Sveitarfélagið vinnur að því að koma ónýttu húsnæði í stjórnsýsluhúsinu í betri nýtingu – t.d. sem frumkvöðlasetur og vinnuaðstöðu fyrir fólk sem stundar fjarvinnu og vill komast dag og dag á fastan punkt. Þar sem ólíkt fólk sem vinnur ólík störf deilir sömu kaffistofu verða oft fjölbreyttar umræður. Ég nefndi söguna hér framar en fjölmargar af Íslendingasögunum rekja sig á einhvern hátt í Dalina. Fyrir tæpu ári síðan var Vínlandssetur opnað í Búðardal. Fyrsti búnaðarskóli landsins var í Ólafsdal og þar er Minjavernd með mikla uppbyggingu um þessar mundir. Vissir þú að fyrsta prentsmiðja landsins var í Dalabyggð – nánar tiltekið í Hrappsey? Það er rými fyrir fjölbreytta atvinnu nú sem þá. Í Búðardal eru lausar iðnaðarlóðir fyrir meðalstór fyrirtæki ef eigendur fyrirtækja eru að leita að nýjum stað til að byggja starfsemi sína upp til komandi framtíðar. Þegar okkur hefur tekist að kveða kórónuveiruna í kútinn, fer fólk að hugsa sér til hreyfings á nýjan leik. Eflaust sjá margir tækifæri í því að flytja út á land þar sem stutt er í fjölbreytta náttúru- og útivistarmöguleika. Ef þú ert í þannig hugleiðingum þá skora ég á þig að kynna þér Búðardal og Dalabyggð sem búsetukost – hver veit nema það muni verða veislunni margt í. Höfundur er oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar og er sauðfjárbóndi í Ásgarði (táin á stígvélinu)
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar