Handbolti

Fleiri frí­dagar á EM í hand­bolta

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron Pálmarsson leikur ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi þennan janúar mánuðinn en leiðir vonandi íslenska liðið út á EM í janúar á næsta ári.
Aron Pálmarsson leikur ekki með Íslandi á HM í Egyptalandi þennan janúar mánuðinn en leiðir vonandi íslenska liðið út á EM í janúar á næsta ári. TF-Images/Getty

Frá og með næsta Evrópumóti í handbolta verða fleiri frídagar gefnir á mótinu. Þetta kemur fram í tilkynningu í kvöld.

Oft og lengi hefur verið kvartað undir miklu álagi á handboltamönnum, sér í lagi á stórmótum þar sem er leikið ansi þétt.

Frá og með næsta ári, EM 2022, verða leikmönnum hins vegar gefnir fleiri frídagar til þess að jafna sig á milli leikja.

Mótið verður haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu. Það fer fram 13. til 30. janúar.

Ísland er í riðli með Portúgal, Ísrael og Litháen í undankeppninni en tvö efstu liðin fara á EM. Ísland og Portúgal eru með fjögur stig en Ísrael og Litháen án stiga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×