Handbolti

Á­hyggjur leik­manna fá lítinn hljóm­grunn hjá for­setanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hassan Moustafa er umdeildur.
Hassan Moustafa er umdeildur. vísir/getty

Undanfarna daga hafa handboltamenn lýst yfir áhyggjum sínum yfir því að áhorfendur verði á pöllunum í leikjunum á HM en þær áhyggjur virðast fá lítinn hljómgrunn frá handboltaforystunni.

IHF, Alþjóðahandboltasambandið, mun leyfa tuttugu prósentum af þeim áhorfendum sem komast fyrir í hverja höll - að mæta - en meðal annars hafa danskir landsliðsmenn lýst yfir miklum áhyggjum af þessu.

Leikmennirnir þurfa að fylgja ströngustu reglum, á meðan áhorfendur geta mætt í hallirnar og sungið og trallar, en leikmenn hafa meðal annars sent forystunni bréf þess efnis.

Þar segja leikmennirnir meðal annars frá því að þetta valdi þeim áhyggjum. Áhorfendurnir munu auka líkurnar á að einhver smitist og þar biðja leikmennirnir sambandið að hætta við að hafa áhorfendur í Egyptalandi.

Hassan Moustafa, forseti IHF er frá Egyptalandi, og hann virðist ekki kippa sér mikið upp við þetta en samkvæmt fjölmiðlum hefur hann ekki svarað beiðni leikmannanna og ku ekki ætla að gera það né breyta þeim reglum sem nú eru í gildi.

32 land taka þátt á HM í ár en mótið hefst í næstu viku. Ísland er í riðli með Portúgal, Marokkó og Alsír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×