Viðskipti erlent

Fjöldi yfirmanna hjá Danske Bank sleppur við ákæru

Atli Ísleifsson skrifar
Rannsókn leiddi í ljós að um 200 milljarðar evra hafi um árabil verið þvættaðir í útibúi Danske Bank í Eistlandi. Peningurinn kom frá ólöglegri starfsemi í Rússlandi.
Rannsókn leiddi í ljós að um 200 milljarðar evra hafi um árabil verið þvættaðir í útibúi Danske Bank í Eistlandi. Peningurinn kom frá ólöglegri starfsemi í Rússlandi. Getty

Fjöldi yfirmanna hjá Danske Banka getur nú andað léttar eftir að tilkynnt var að þeir hafi sloppið undan ákæru í tengslum við rannsókn á peningaþvættishneykslinu í Eistlandi. DR segir frá því að mál sex fyrrverandi stjórnarmanna bankans hafi verið felld niður.

Haft er eftir saksóknaranum Per Fiig að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós að stjórnarmennirnir hafi ekki gerst sekir um brot á lögum um peningaþvætti. Rannsóknin hafi ekki leitt í ljós að þeir hafi gerst sekir um svo stórkostlegt gáleysi í störfum sínum að það varði við lög um peningaþvætti.

DR segir ekki ljóst hvort að fyrrverandi forstjóri bankans, Thomas Borgen, eða fjármálastjórinn fyrrverandi, Henrik Ramlau-Hansen, séu í hópi þeirra, mál hverra hafa verið fell niður.

Borgen lét af stöðu forstjóra árið 2018 eftir að rannsókn leiddi í ljós að um 200 milljarðar evra hafi um árabil verið þvættaðir í útibúi Danske Bank í Eistlandi. Peningurinn kom frá ólöglegri starfsemi í Rússlandi.

Fiig tók ekki fram hvort mál allra einstaklinga hafi verið felld niður. Rannsókn á hendur bankanum stendur þó enn yfir og gæti hann átt yfir höfði sér háar sektargreiðslur, meðal annars í Bandaríkjunum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.