Sagan um M22 Baldur Borgþórsson skrifar 4. janúar 2021 14:36 Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun