Sagan um M22 Baldur Borgþórsson skrifar 4. janúar 2021 14:36 Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Glæsilegt íbúðahverfi víkur fyrir bílapartasölum Í Úlfarsárdal í Reykjavík er skipulagsreitur sem ber nafnið M22. M22, Hallahverfi, er beint framhald af Úlfarsárdalshverfinu sem nú er risið og þar hefur samkvæmt skipulagi frá árinu 2006 verið ráðgert að rísi 562ja íbúða blönduð byggð sérbýlis- og fjölbýlishúsa. Ekki verður um deilt að slíkt byggingarland er gulls ígildi nú þegar þörfin hefur sjaldan verið meiri. Nú skyldi hver maður ætla að undirbúning landsins fyrir lóðaúthlutun yrði hraðað enda þörfin mikil. Svo verður ekki. Aldeilis ekki. Einu fallegasta byggingarlandi borgarinnar með útsýni sem margan dreymir um skal eytt úr skipulaginu. Í staðinn skal rísa þar iðnaðarhverfi. Framtíðarsýnin er ekki lengur blómlegt íbúðahverfi. Nýja framtíðarsýnin er bílapartasölur. Hér eru bílapartasölur notaðar sem dæmi um þá starfsemi sem heimiluð verður þegar þessar breytingar taka gildi. Samráð auglýst – Allir andmæla – Engu breytt Lögum samkvæmt skal auglýsa slíkar breytingar og gefa hagsmunaaðilum kost á að gera athugasemdir og andmæla. Meirihlutinn í Ráðhúsi borgarinnar gerði það sannarlega og að venju undir merkjum samráðs og samtals við íbúa og hagaðila. Ekki þarf að fara mörgum orðum um viðbrögðin. Allir andmæltu, íbúaráð, íbúasamtök og íþróttafélag hverfisins auk annarra. Andmælin eru lögð fram með fullum rökstuðning. Um er að ræða fullkominn forsendubrest. Ekki þarf heldur að fara mörgum orðum yfir þau svör sem nú hafa borist úr Ráðhúsi borgarinnar: Andmælum er hafnað. Þar kveður við kunnuglegan tón. Meint samráð reynast sýndarsamráð. Enn eina ferðina. Þegar skynsemin víkur á óráðið leik Þegar litið er yfir sögu þessa máls birtist skýr mynd þess hvað gerist þegar allri skynsemi er vikið til hliðar og að því er virðist einkaáhugamál kjörinna fulltrúa taka yfir. Þá á óráðið leik. Í Úlfarsárdal sér nú fyrir endan á uppbyggingu innviða. Innviðir, grunnskóli, leikskóli, sundlaug, bókasafn og íþróttamannvirki með verðmiða upp á 15-20 milljarða eru annað hvort klárir eða að verða klárir. Gríðarlega dýrir innviðir sem reiknað var með að þjónustuðu ekki bara núverandi byggð heldur M22-Hallahverfi að auki. Forsendubresturinn er því algjör. Saga M22 - Samantekt Árið 2006: Samþykkt aðalskipulag þar sem M22 er skipulagt sem íbúðahverfi með 562 sérbýlis- og fjölbýlishúsum. Árið 2014: Samþykkt breyting þar sem heimiluð er blönduð byggð. Áfram íbúðahverfi, en nú heimild fyrir verlsun og þjónustu samhliða. Hér gerðu íbúar og hagaðilar engar athugasemdir enda kærkomið að fá matvöruverslun og þjónustu í hverfið. 2020: Gríman felld og skrefið stigið til fulls. Engin sérbýli. Engin fjölbýli. Ekkert íbúðarhúsnæði yfirhöfuð. Matvöruverlsun sérstaklega bönnuð. Öllum andmælum hafnað. Bílapartasölur blasa nú við í stað blómlegrar íbúðabyggðar. Orsök og afleiðing Orsök og afleiðing hitta að öllu jöfnu fyrir sama aðila, sá er yfirleitt gangur lífsins. En ekki þegar um er að ræða kjörna fulltrúa borgarinnar. Þá sjá kjörnir fulltrúar fyrir orsökinni og borgarbúar og í sumum tilfellum landsmenn allir taka afleiðingunum. Saga M22 er afar gott dæmi um hvernig vinnubrögð kjörnir fulltrúar eiga ekki að viðhafa. Þeir sjá hér um orsökina, hverrar afleiðingar ekki bara íbúar hverfisins, íbúaráð,íbúasamtök og íþróttafélags hverfisins þurfa að taka á sig. Það þurfa kaupendur heimila í borginni allri að gera. Það er nefnilega svo að þegar kjörnir fulltrúar ákveða að breyta iðnaðarhverfum borgarinnar í íbúðahverfi og glæsilegu landi undir íbúðahverfi í iðnaðarhverfi, þá hefur það afleiðingar. Hækkun íbúðaverðs. Hækkun sem talin verður í milljónum og í sumum tilfellum tugum milljóna á hverja íbúð. Þær afleiðingar munu kaupendur heimila á næstu misserum taka á sig. Hvort sem þeim líkar betur eða verr. Höfundur er varaborgarfulltrúi Miðflokksins.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar